Foringinn - 01.04.1975, Qupperneq 22

Foringinn - 01.04.1975, Qupperneq 22
25. - 27. okt. 1974. NÁHSKEIflSHLUTINN. I byrjun námskeiöshlutans var fjallað um uppbyggingu B.I.S. og starfsskipulag. Vísast í Foringjann 5. tbl.'74» en Þ®-1- er fjallað um B.I.S. FORINGJASPILIÐ Leiðbeinendum hafði borist í hendur spil, sem samið var i Danmörku og notað þar til þess að vekja athygli á aðalatriðum í starfi stjórna skátafélaga og hvað hefði Jiar mest áhrif til fjölgunar skátum og betra skátastarfs. Tilgangur spilsins er skráður: - Að vekja athygli á að skáta- félag er liöur í stærri heild, Bandalaginu. - Starf stjórnar Jarf að miðast við markmiðið; fleiri skátar og betra starf. - Nota þarf til hins ítrasta þá aðstoð sem félagið á kost á. - RAUNVERULEGT MARKMIÐ STJORNA SKATAFELAGA a hverjum tima HLTTUR AÐ VERA AÐ NA TIL FLEIRI SKATA OG BJOÐA UPP A BETRA SKATASTARF. Spilið var þannig að skipt var í litla hópa (3-5 i hverjum) og voru það "félagsstjórnir". Stjórn- irnar höfðu ákveðinn tima til skátastarfs og áttu að skipuleggja einn og einn ársfjórðung i einu með tilliti til ákveöinna forsenda, sjá reglur. Með endurtekningu var hægt að sjá áhrif hvers og eins skipulags og skrá niður athuga- semdir. Hægt var aö sjá áhrifin i árs starfi. Allir útreikningar miðast við tölfræðilegar forsendur sem fylgja 22 spilinu og eru byggðar á dönskum útreikningum. SPILAREGLUR Félagsstjórn - við hvað skal miðað: I félagsstjórn eru: Félagsforingi: Hann hefur yfir að ráða 30 timum fyrir félagið hvern ársfjórðung. 1. st.jórnarmeðlimur: Hefur 20 tima hvern fjörðung. 2. stjórnarmeðlimur: Hefur 10 tima hvern fjórðung. Samtals eru þvi 60 vinnutimar sem félagsstjórnin hefur til ráðstöfunar hvern fjórðung. Að auki eru nokkrir (u.þ.b. 5) sem kalla má til starfa er þörf krefur. Félagsstarfið er tiltölulega gott. I félaginu er starfandi kennsluhópur, sem i samvinnu við nágrannafélögin heldur uppi flokksforingjaskóla. Hann hefur ekki veriö vel sóttur. Sveitir félagsins I félaginu eru 5 sveitir með 200 félaga alls. Engin sveit- anna er sérstaklega stór. Hverfi félagsins er umhverfis 3 skóla, en i hverjum þeirra eru minnst 400 börn. Félagið hefur 25 foringja. Einn þeirra hefur verið á Gilwell- námskeiði, 2 á sveitarforingja- námskeiði og 4 hafa verið & undirbúningsnámskeiði. Starf sveitanna i félaginu geng- ur áfallalaust fyrir sig og fjöldi skátanna er dálitið rokk- andi. Fólk hefur hvorki mikinn né litinn áhuga á félagsstarfinu.

x

Foringinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.