Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 25

Foringinn - 01.04.1975, Blaðsíða 25
Þá var myndaöur hópur til stjórnar félaginu: Adolf Adolfsson sem félags- foringi, Guðmundur Guðjónsson, Sigríður Harðardóttir, Jónas Már Ragnarsson og Hólmfríöur Benediktsdóttir. I heild má segja að skátastarfið á öllum þeim stöðum sem heimsótt- ir voru l ferðinni hafi gengið vel. A Akureyri hafði samstarf félag- anna eitthvað gengið illa eftir landsmótið en það hafði nú lagast að mestu. A Dalvík er stór hópur sem stend- ur að starfinu og ætti þvl að geta verið um mjö'g gott starf að ræða. Ekki er að efa að félaginu ætti aö vera það mikill styrkur að fá húsnæði sitt alveg út af fyrir sig, þó það hafi ýmsa f jár- hagslega örðugleika i för með sér. Vonandi er að bæjarfélagið sjái sóma sinn í þvi að styðja rausnarlega stærstu æskulýðs- starfsemina í bænum. A Olafsfirði er sterkur kjarni stráka sem hafa hlotið góða reynslu og hafa dýrmætan áhuga á starfinu. Félagið skortir tilfinnanlega húsnæði út af fyrir sig, en aðstaðan í skól- anum er að vísu góð og fuslega veitt af fél.for. Birni Stefáns- syni. Ekki er að efa að gaman væri fyrir þá stráka sem nú eru í starfinu aö vinna við húsbyggingu eða húsnæðislagfæringar og vist er að langt verður þangað til svo álitlegur hópur verður til- búinn til starfsins. I Hrisey hafa nokkrir krakkar alltaf haldið fundi frá þvi skátastarf var kynnt i kirkjunni sl.vetur er ds. frá Akureyri voru þar i heimsókn. Sr. Kári Valsson hefur sýnt málinu mikinn áhuga og lánað herbergi til sérstakra afnota fyrir starfiö. Stjórnar hann þeim krökkum sem við þetta fást. Nú eru nálega 1/+ starfandi í Hrisey i tveimur flokkum, en von á að þeir veröi nokkru fleiri nú eftir aö Hriseyingar hafa sótt sitt fyrsta flokksfor- ingjanámskeiö. A Húsavik hefur starfið legið að mestu niðri i vetur og aðeins starfað mjög litillega þeir 20 strákar sem hafa verið með frá þvi Andrés Þórarinsson endur- reisti félagið fyrir nokkrum árum. Aður en ég kom hafði þó verið sent bréf i 12 ára, 1. og 2. bekk skólanna og fólki boöið að skrá sig i félagið Nálega 80 skráðu sig og eru nú komnir i flokka og sveitir und- ir stjórn strákanna sem lengst hafa verið og eru i 2. og 3- bekk. Félagið hefur fengið til afnota húsið "Gömlu Húsavik", sem er gamall prestbústaður, en mjög illa farið burstahús, sem þó má mjög vel gera upp og gera að skemmtilegu skátahúsi. Hefur bærinn einnig lofað að kosta helstu lagfæringar og greiða efni handa skátunum við innréttingar. Er þar mikið óunnið verk en skemmtilegt og ætti það að ganga greiðlega með þvi fólki sem þarna er. Þá stendur alltaf til að lagfæra skála félagsins en það fórst fyrir s.l. sumar. Er vonandi að nu takist það. Adolf fékk nú 1 fyrsta skipti með sér fólk i skátastarfiö og er vonandi aö það breyti nokkru. FLOKKSFORINGJAFERD A OLAFSFIRDI, 25

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.