Foringinn - 01.04.1975, Side 31

Foringinn - 01.04.1975, Side 31
LÍFLEGA Minnist þess, a6 með-_______ vitundarlaus maður, sem_____ liggur á bakinu, er varnar- laus gegn köfnunardauða, Aður var litið svo á, að ef komið vœri að meðvitundarlausum manni, t.d. eftir höfuðslys, mætti ekki hreyfa hann, þótt hann lægi á bakinu, en biða eftir sjúkrabíl eða læknishjálp. Þetta leiddi stundum til þess að maðurinn var kafnaður þegar hann komst undir læknishendur. Nú mæla læknar með því við leikmenn, sem kynnu aö koma fyrstir að slikum slysum, að þeir velti sjúklingnum varlega á grúfu, eða hliðina, eins og mynd- in aö ofan sýnir, þvi legan hjálp- ar til aö blóð og annað, sem safn- ast i munninn, renni út um hann, en sæki ekki ofan i barkann. Líflega er sera sagt einkum notuð við menn, sem eru meðvitundar- lausir eftir sl.vs, en anda samt. því að tungan ein getur fallió aftur í kok og kæft hann. Læknishjálp er aðkallandi, en bið- timann á hjálparmaður að nota til þess að halda öndunarvegi hins slasaða opnum; hreinsa jafnóðum blóð, slim eða uppköst er kynnu aö vera i munni - og hlúa að sjúkl- ingnum með klæðnaði. I bókinni "Hjálp i viðlögum" eru þrjár blað- siöur, með sjö ljósmyndum og teikningum helgaðar þessu efni - og þvi auðvelt fyrir skáta og aöra, að æfa sig eftir þeim á námskeiðum i skyndihjálp. Bezt er að hjálparmenn séu tveir. Gætir annar höfuðs sjúklingsins á meöan hinn veltir sjúklingnum varlega á aöra hliðina og siðan fram á við. Jafnframt leggur hann aðra hendí sjúklingsins undir vanga hans, en hinn handlegginn beinan niður meö bakinu, eins og efri myndin sýnir og beygir fót- inn, sem legið er á, i hnéliönum. Jón Oddgeir Jónsson. 29

x

Foringinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.