Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 3

Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 3
FORINGINN 3. tbl. 1975. títgefinn af: BlS. Samsetning: Haraldur Bjarnason Þorvaldur Bragason Vélritun: Sigrún Baldursdóttir Allskonar aðstoö: Guöbjartur Hannesson Ljósmyndir: Þórólfur Jónsson Hönnun forsíöu: Vignir Jóhannsson Heimilisfang: Pósthólf 831,Reykjavík Prentun: Prentiðn, Löngufit 38, Garöahreppi. úgæti lesari. Hana og fleiri hana sagði hæn- an, og þá kom Foringinn út í þriöja sinn á árinu .197 5 . Stór og flottur eins og vanalega, meö dróttskátasíöum og einhverju fleira efni. í þessu blaði er meira að segja aðsent efni,en þaö er frá drótt- skátum í Keflavík og væri vel ef fleiri kæmu á eftir. Margt af merkilegu efni er í þessu blaði svo sem grein um stöðu skátastarfs eftir Braga Þóröar- son, auglýsing frá Birni Finns- syni og Tómasi Gíslasyni, tvær myndasíður og góöur leiðari ásamt fleiru. Mjálm okkar í síöasta blaði um efnisvöntun bar einhvern smá árangur, því að viö fengum sen1 eitthvert snjallasta brandara- bréf sem viö höfum séö, en viö birtum þaö ekki því að við vit- um því miður ekki hver sendand- inn er, hahn hefur flýtt sér þaö mikið að undirskrift gleymd- ist. Við skorum því á bréfrit- arann aö gefa sig fram við okkur svo að hægt sé aö birta bréf hans. Við höfum ákveðið aö hefja birtingu félagsmerkja í næsta blaði, og vonumst viö til að félagsforingjar sjái sér fært að senda okkur merki sinna félaga og ágætt væri að upp- lýsingar um stofnun félagsins og fl. fylgdi með. Æ1lunin var að hefja þessa birtingu á síðasta ári, þar sem reglugerð um búninga segir til um að merki félaga skuli vera á búning- um, en einhverra hluta vegna fórst það fyrir. Við vonumst til aö vera búnir að fá merki allra félaga í landinu fyrir 22. maí næstkomandi, en 4. tbl. kemur út 5. júní. Bless bless. Samsetningin. 3 i

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.