Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 24

Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 24
FORINGJAkJÁLFUNARKERFI Eins og foringjum er eflaust kunnugt urn , er reiknaö meö aö flokksforingjaþjálfun sé í höndum skátafálaganna en sveit- arforingja- og æöri þjálfun á vegum Bandalags ísl. skáta. Foringjaþjálfunarráö B.l.S. hef- ur upp á síðkastið unnið aö uppsetningu foringjaþjálfunar- kerfis, þar sem eitt námskeiö tekur við af ööru og efni raðað á námskeiðin með tilliti til þess. Þetta kerfi er sýnt hár. Haustnámskeiðin verða miðuð viö þessa uppbyggingu. GRUNNNÁMSKEIB Skipulag: Námskeiöið fjallar um öll aldursstig skátun- ar. Þátttökuskilyrði:15- 16 ára (dróttskátar) eða eldri. Markmið: Kynna hin þrjú aldurs- stig skátastarfs - ylf/ljósálfa; skáta-; og dróttskátastarf. Vekja áhuga á sv.for. störfum og veita þá þekkingu sem þarf til að aðstoða viö sveita- starf. Námskeiðiö er liður í töku FORSETAMERKIS. UNDIR3ÚNINGSNAKSKEIS Skipulag: Sérnámskeið fyrir hvert aldursstig. Þáttt.skilyrði: 16-17 ára aldur eða eldri og hafa sótt grunnnámskeið. Markmið: Námskeiðið er ætlað verðandi sv.for.aldurs- stiganna. Af námskeiðinu á skát- inn að koma tilbúinn til þess að taka að sér stjórn sveitar. FRAMHALDSNÁMSKEIÐ Skipulag: Geta bæði verið sam- eiginleg fyrir sv.for. allra aldursstiga cg fyrir hvert fyrir sig. Þáttt.skilyröi : 17-18 ára aldur og eldri og hafa sótt undirbúningsnámskeið, unnið með sveit og fengið nokkra reynslu í því starfi. Markmið: Frekari þjálfun í ýmsum störfum sv.for. samkvæmt óskum og þörf- um þátttakenda. Námskeiðið er ekki skilyrði til að geta tekið þátt í Gilwell og þannig að nokkru laust við stigann. GILHELL - námskeið yrðu sameig- inleg og skilyrði þar aö hafa sótt undirbúningsnámskeið og vera eldri en 18 ára. Ætlað til frekari fræðslu um skátastörf, byggt mikið að kröfu þátttakenda. Gilwell yröi æðsta menntun sveitarforingja. NTC og ^ITT eru námskeið ætluð leiðbeinendum og stjórnendum á sv.for. námskeiðum. NTC er haldið hér á landi fyrir íslendinga eina. ITT er alþjóðlegt með þáttt. frá fleiri en einu landi. Sérnámskeið er ætlað 15 ára og eldri. nAmskeið erlendis SKÁTASTARF MED ÞROSKAHEFTUM: Skátar munið norrasna námskeið- ið um skátastarf með þroska- heftum. Námskeiðið er í NOREGI 23.-27. júní'75. (Sjá nánar í 2.tbl.FORINGJANS). 24

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.