Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 5

Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 5
LEIKRÆN TJÁNING Nokkuö hefur borié á því að leikræn tjáning í skátastarfi liafi staðnað, alltof mikió er um þaó á kvöldvökum og varóeld- um aó gamlir "5 aura brandarar" eru færöir í leikbúning og oft- ast veröur útkoman algjör diörm- ung. Vió veröum aö lagfæra þetta. Hvernig væri nú aö sveitin sett- ist niöur og semdi leiktexta. Frumsamdir leiktextar geta auö- veldlega sprottiö af tali skát- anna sjálfra, ef viö gefum sköpunargleðinni lausan tauminn. Oft eru það bestu textarnir sem þannig veröa til, þess má geta aö reynslan hefur sýnt, aö fjar- lægö, hálfraunveruleg eöa ævin- týralegt viöfangsefni gefa oft betri raun en "raunsæ" efni. Eftir aö leiktextinn er til, eru væntanlegir leikendur og leik- stjéri valdir, síöan er leikrit- iö lesið í sameiningu og rætt frá sem flestum hliðum, svo aö hugsanlegir erfiöleikar viö æf- ingu þess og flutning veröi ljás- ir, svo og þeir möguleikar, sem leikritiö býöur til ýmiss konar tjáningar og tilrauna. Velja þarf aöstoöarmenn til aö sjá um sviðsbúnað, búninga o.s.frv. Aö loknu slíku sam- eiginlegu undirbúningsstarfi, veröur leikstjúrinn aö skipu- leggja sem best æ.fingar með væntanlegum leikendum og öðru starfsliði, þar skyldi hann einkum gæta þess aö tími sá nægur. Ef enginn úr sveitinn treystir sár til aö vera leikstjóri er möguleiki að leita ut fyrir sveitina. Þó er æskilegast aö leikstjórinn sé einn úr hópnum. Ekki er unnt aö gefa sárstakar leiðbeiningar hér um æfingar og uppfærslu sjónleikja, til þess er efnið of margþætt og raunar háö efni og eðli hvers leikrits. hvernig það skal æft og túlkað. Og ekki aðeins þaö, alkunna er, að leikstjórar og leikarar leggja ávalit meira og minna persónulegt mat á viöfangsefniö. Því er einungis hægt aö veita hér nokkrar almennar ábendingar. Leikstjóri verður a. að hafa kynnt sér leiktextann til fullrar hlítar áöur en hann byrjar æfingar með leik- endum, b. að fá leikendum í hendur grein- ilega vélrituö eintök meö hlutverkum þeirra, c. áö leggja áherslu á, að leik- endur kunni hlutverk sín sem best, d. að gera strangar kröfur um skýra framsögn leikenda, e. aö gera sér grein fyrir nauö- synlegum og viðeigandi hreyf- ingum leikenda í sambandi við leiktextann, bæöi látbragöi og hreyfingum um sviöið, f. aö átta sig á, hvaöa leik- hraði hentar leikritinu best, g. aö gera sér fulla grein fyrir allri samstillingu í leiknum: hvenær einstakir leikendur koma inn á sviðið, staösetn- ingu þeirra á sviðinu o.s.frv. h. að gera sér grein fyrir, hverskonar leiktjöld eru heppilegust, hverskonar sviös- búnaöur er nauðsynlegur svo og leikbúningar. Að lokum skal á þaö bent að ekki er víst aö ærslafullur gamanleik- ur hæfi ávallt best, góður leik- endahópur undir góðri stjórn getur vel færst meira í fang ef þess er gætt að æfingartíminn sé nægur og allur undirbúningur skipulagður af vandvirkni. 5

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.