Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 8

Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 8
"TIL NOREGS VIL EG NÆSTA SUMAR HALDA, MED NORSKUM TJALDA A JAMBOREE.." Undirbúningurinn undir ferðina á Nordjarab '75 er í fullura gangi. Ný greiðsluáætlun hefur verið gerö og er nú gert ráö fyrir að ferðin kosti 49-000.- krónur fyrir hvern þátttakanda. Má segja að >að sé vel sloppið miðað við allar þær breytingar á verðlagi, sem orðiö hafa á þessu tlmabili. Greiðsluáætlun breyttist þannig að 1. maí átti að greiða 5ooo,- kr., 1. júní 8.ooo.-kr., l.júlí 12.ooo.-kr. og 15.júl£ Í5.200.- Fyrir 1. mal átti að vera búið að greiða 8.8oo.- króniir. Við fengura 6. skátasveitina. Vegna mikillar aðsóknar var sótt um að 6 skátasveitir mættu koma frá Islandi 1 stað 5, sem gert var ráð fyrir £ upphafi og var fallist á þá beiðni farar- stjórnar. Þess vegna geta 24o skátar frá Islandi fengið að taka þátt £ jamboree'£ Noregi £ sumar, £ stað 2oo eins og fyrst var ákveðiö. Þetta þyðir það að allir sem hafa sótt um þátttöku £ Nordjamb '75 geta fengið að fara. Þar sem nokkrir umsækjenda hafa nú hætt viö þátttöku, geta örfáir islenskir skátar ennþá bæst viö i hópinn. Ef einhver sfðbúinn. sem' er á aldrinum 14 til 18 ara og er skáti, hefur löngun og getu til þess að slást með i hópinn á Nordjamb '75> þá ætti hann tafar- laust aö hafa samband við farar- stjórn. Það má skrifa henni og utanáskriftin er: Fararstjórn Nordjamb '75> Pósthólf loo, Hafnarfirði. Auk þess gefur Hörður Zóphaniass. fararstjóri allar upplýsingar urn mótið, en hann hefur sima 52911. 8 Hvenær verður lagt af stað? Það er gert ráð fyrir að fljúga til Noregs sunnudags- kvöldið 27. júlí. Verið er að athuga möguleika á að gista £ skátaheimili i Osló og nota mánudaginn 28. júli til þess aö skoða sig um £ höfuðborg Horegs. Þá yrði sennilega komið á mótsstaö á þriöjudag 28. júli og tjaldaö og komið ser fyrir. Oþarft er að tala um mótið sjálft og dagskrá þess, þar sem um þetta efni er fjallað annars staðar í blaðinu. Aætlað er að heim verði haldið frá Osló um kvöldið 15. ágúst. Hverjir mynda sveitirnar? Eins og áður sagði eru sveitirnar 6 talsins og hefur veriö reynt aó láta skáta úr saraa félagi vera i sörau sveit. Sveitarforingi 1. sveitar er Sigfrið Olafsson, Grýtubakka 2o, Reykjavík. I þessari sveit eru skátar frá Isafirði, Húsavik, Dalvík og Vopnafirði. Sveitar- foringi 2. sveitar er Magnús Gunnarsson, Brekkubraut 5, Keflavik. I 2. sveit eru skátar frá Keflavik, Hveragerði, Garða- hreppi og skat«ar úr Garðbúum og Urðarköttum og Hainrabúum £ Reykjavík. Sveitarforingi 3. sveitar er

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.