Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 17

Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 17
Viökomandi liöir voru nokkuö ræddir í hópum. Allir voru sammála um Jjaö,aö skátafélögin ættu ófeimin að æskja styrkja hjá opinberum aðilum og leita þannig staö- festingar á störfum sínum. Fram kom aö félög þurfa að senda bæjar- eöa sveitarfélögum skýrslu ura starfsemi sina, einnig reikninga félagsins. Þá þarf að hafa opin augun viö sérstök tækifæri að auglýsa hreyfingima og starf hennar. Fram kom aö skátafélögin geta fengiö undanþágu skatta- yfirvalaa, þannig að gjafir gefnar félaginu séu skatt- frjálsar. Einnig var bent á að félagsstjórnir þurfi að kynna ser þá möguleika sem Félagsheimilasjóöur og Menningar- sjóöur félagsheimila bjóða upp á. Mikið var rætt um hvernig skátafélög ættu aö hljóta nað bæjar- eða sveitaryfirvalda og bar mönnum saman um aö gott skátastarf væri besta kynningin, en persónuleg tengsl við einstalilinga gæti einnig veriö árangursrxk. 1 lokin á kaflanum um hlutverk gjaldkera, átti aö ræöa eftir- farandi, sem raunar varö lítiö neraa á pappxrunum: A. Bókhaldsvandamál: 1. Notkun bankareiknings(áv.r.) 2. Fylgiskjöl í möppu - vel merkt. 3. Fá aöstoð, ef meö þarf, viö uppsetningu reikninga. B. Stjórnun fjáraflanna: 1. Áætlun með góðum fyrirvara 2. Halda allar tímasetningar. 3. Góö auglýsing er nauðsynleg 4. Skipulagning starfskrafta C. Fjármagnseftirlit: 1. Fjárhagsáætlun 2. Fáir sem mega skuldbinda 3. Notkun bókhaldsins Rætt um mikilvægi þess aö gjaldkerar séu fjárráða, þ.e. a.m.k. 2o ára. Einnig aö löggiltur endurskoðandi yfir- fari bókhaldiö. Minna varö úr gjaldkera hluta námskeiðsins en til stóö. ÆSKULtÐSRÁÐ OG SKÁTAFET.Öfí: Sunnud. 27. okt. Reynir Karlsson fulltrúi í Menntamálaráðuneytinu kom í heimsókn og kynnti starf Æskulýösráðs ríkisins, lög um æskulýösmál o.f1. Mörgum fyrirspurnum var siðan beint til Reynis og kom þar margt frain. Rætt var um hugsanlega aukið samstarf skáta og annarra æskulýðsfélaga - sameiginleg námskeiö, samnýtingu á húsnæði o.fl. Bent var á aö athuga þyrfti stööu skátafél. með tilliti til Grunnskólalaganna. Umræöur stóðu fram undirhádegi. STARFSRÁÐ:, Eftir hádegi voru starfs- ráöin á dagskrá. Kynnt var starf og áætlanir: a. Skátaráös (Guöbj. Hannesson) b. Ylf/ljósálfaráð (Ragnh. öl.) c. Bróttskátaráðs (Reynir Ragn.) d. Foringjaþjálfunarráös (Sigrún Sigurgestsd.) Aö lokinni kynningu voru fyrirspurnir en siðan voru spurningar lagðar fyrir þáttt. og svör afhent viðkomandi starfsráðum. Þar sem starfsráðin hafa öll sxnar síður hér í Foringjanum, verður þetta látið duga xun þau. ERIHDREKSTUR: Lokaefni fél.for.fundar var erindrekstur. Eins og á öllum góðum fundum og ráðstefnura var timi orðinn naumur í lokin og var þetta mál þvi litið rætt. Þó kom fram nauðsyn á aö efla enn erindreksturinn og þá einnig i Reykjavik, en þar hefur hann verið næsta litill. Fél.for. á Reykjavíkursvæðinu báru fyrir sig að þeir hafi talið landsbyggöina ganga fyrir og því ekki sótt um aðstoð en úr þvi yrði væntan- lega bætt. Um klukkan 16 var þrifum og frágangi lokið , á Ulfljótsvatni og héldu menn þá heim á leið. Hér lýkur margra blaðsiðna fundargerö sem samin hefur verið fyrir Foringg'ann enda timi til kominn - S mánuðum eftir fundinn. 17

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.