Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 23

Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 23
Eins og á6ur er sagt, komu Færeyingar töluvert vi6 sögu á fundinum, en málefni þeirra voru ekki síður rædd manna á meðal. Fyrir tilstilli Islend- inga tókst aö koma á fundi með Dönum og Færeyingum og var þar undirritað samkomulag um á hvern hátt skyldi hagað þátttöku Færeyinga £ Nordjamb, en um þaö mál hefur mikill ágreiningur staðið um langt skeið. Einnig var sæst á, að Færeyingar störf- uöu áfram innan Dansk Fællesrád og gætu þa'nnig haldiö sambandi viö alþjóöaskrifstofuna í Genf og haldiö áfram samningaumleitun- um um að fá sjálfstæða aðild að fjölþjóölegum skátasamtökum. Ráðstefna þessi var í sjálfri sér hin athyglisverðasta, en ekki spilltu móttökur staöar- manna fyrir. Fyrir þeim stóð Margarete Broon kennari á Kjesat- er ásamt aðstoðarfólki sínu. Margarete eöa Maggan er Islend- ingum að góðu kunn síðan hón hélt námskeið fyrir ljósálfafor- ingja á Ölfljótsvatni 1964, en þaö er eina Smáranámskeiðið, sem haldið hefur verið fyrir ljósálfa- foringja hér á landi. Fyrsta kvöldið var móttaka £ 19.aldar stíl, en höllin var Dyggð 1870. Þátttakendur voru flestir f klæðnaði, sem hæfði tilefninu. Þar var sungið, spilað og sýndar litskyggnur, en kvöldinu lauk með fjörugum þjóðdönsum, sem allir tóku þátt f. Seinna kvöldið fengu þátttakend- ur að reyna sig á hinum ýmsu verkstæðum skólans, en þegar dimmt var oröið, söfnuðust menn saman úti f skógi yfir tveimur heilsteiktum grísum, sem hlut- aðir voru niður, þar til menn stóðu á blístri. Þá voru allir þátttakendur vakt- ir með morgunsöng en Maggan og aðstoðarfólk hennar gengu hús úr húsi og sungu margraddað. Kvölds og morgna voru svo helgi- stundir 1 kapellu staöarins einnig í umsjá Maggan. Voru þær með nýstarlegu sniði og fjöl- breytilegu og í kapellunni hljóm- aöi til skiptis beat, dægurlög og hefðbundin kirkjutónlist. Sumir spyrja kannske hvernig hægt sé að kosta svo marga í svona ferð. Þvf er til aö svara aö Nordisk Ungdomsfond veitir ferðastyrki til slíkra funda og þess hefur jafnan verið gætt, aö ísland fengi ríflegan hluta af þeim til aö verða ekki útundan f norrænu samstarfi. Þessar ráöstefnur hafa verið haldnar á Norðurlöndunum til skiptis og var slík ráöstefna haluin á fslandi 1962. Finnland hefur boðið til ráöstefnu 1978, en vonir standa til að rööin komi að íslandi 1981. Kristín Bjarnadóttir. 23

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.