Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 31

Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 31
FRÉTTIR FRA ÚLFLJÖTSVATNSRAÐI. Uppbygging skáta aö Olfljóts- vatni er í fullum gangi. Þaö er B.I.S, og S.S.R. sem standa saman aö því verkefni. Fulltrúar frá báðum aðilum, voru skipaöir fyrir 2 árum og mynda Ulfljótsvatnsráö, sem tekur ákvarðanir og sér um framkværadir og staöarlega stjórn að Olfljðtsvatni. A síöast liönu ári var unnið að stórframkvæmdum, pó par væri mest un endurbætur að ræða. Lögö var varanleg vatnsleiðsla, byggöur vatnsgeymir, 2 rotþrær og byggt hreinlætishús. Einnig endurnyjun á gólfum i K.S.Ú., hús máluð, bilastæði gerö, borið á landið o.s.frv. Var verkum hagað á þann veg sumpart vegna Landsmóts '74. I vetur hefur tíminn verið vel notaður, undirbúnar framkvæmdir og fullteiknaður svefnskáli við drengjaskála. Skáli þessi getur hýst um 24 - 3o manns í herbergjum, foringjaherbergi, snyrtingar, smá- eldhús og góður salur, sem gefur marga nýtingar mö^uleika. Verkið var boðiö ut í apríl. Hagstæðasta tilboð tekið og er verkiö þegar hafiö, verður lokið á sumrinu. Forsenda þess að uppbygging takist á landi ykkar, skátar eldri og yngri, er að þið sýnið staðnum áhuga og leitið þangað sem oftast. Nú er þar úrvals útilegu aðstaða, fullkomin hreinlætisaðstaða. Það fer að verða vandfundinn staður við höfuðborgarsvæðið, er býður upp á slíka friðsæld og fegurö, ásamt ótal útilífs möguleikum, þetta gerir Olfljóts- vatn, ykkar land, sýnum að við kunnum að meta það. Það er búið aö halda eitt mót fyrir austan i vor, og sækja um leyfi fyrir nokkur. Þessa daga hefur Sumargjöf K.S.O. á leigu, fyrir börn á þeirra vegum. Um miðjan júní hefst sumarstarfiö, í K.S.O. fyrir stúlkur og síðar útilifsnámskeið fyrir bæði kynin; Skátar, skátaforeldrar og allir velunnarsir skáta geta þó hvenær sem er komið og dvalið i tjöldum, og þó verið út af fyrir sig, landið skapar skilyrói til þess, enda hafi þeir samband við Olfljótsvatnsráð eða skrifstofu skáta í Reykjavik áður en lagt er af stað austur. Allir með skátaanda verið velkomnir að Olfljótsvatni. Ingibjörg Þorvaldsdóttir ritari O.V.R. UM GRÆNLAND: - aó Grænlenskt skátabandalag var stofnaö 2. febrúar '73. Áöur voru þar starfandi hópar dönsku bandalaganna. - aö Grænlenska skátabandalagiö telur ca. 2000 skáta. - aö skátablaö þeirra heitir MAJORIAK - aö foringjablaö þeirra heitir PIARÉRSIMAGIT sem þýöir: Vertu viöbdinn. 31

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.