Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 8

Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 8
TRYGGVI þORSTEINSSON "Þú leitar oft gæfunnar langt yfir skammt, þú leitar í fjarlægð, en átt hana samt. Nei - vel skal þess gætajhún oftast nær er í umhverfi þínu, hið næsta þér." Það eru einkum tvö atriði sem eru greypt í huga minn, frá mínum fyrstu kynnum af skátahreyfingunni. 1 fyrsta lagi er við unnum ylfingaheitið og í öðru lagi er við fórum í fyrstu úti- leguna í Fálkafell. í bæði skiptin var það Tryggvi Þorstei.is- son sem réði ferðinni. I fyrra skiptið var það einfaldleikinn og hátíðleikinn, en í seinna skiptið ævintýrablærinn sem gerðu atburðina okkur ógleymanlega. Og einmitt þessir starfshættir Tryggva, að blanda saman alvöru og skemmtun, hátíð- leik og ævintýrablæ, hafa gert samstarfið við hann ánægjulegt og gjöfult. Tryggvi leitaði oft einverunnar úti í náttúrunrii og mörg af hans þekktustu skátasöngvum urðu einmitt til á slíkum stundum. Það eru sennilega fáir sem hafa gert sér betur grein fyrir gildi og áhrifamætti söngsins í öllu skátastarfi og þá ekki síst við varðeldinn eða kvöld- vökuna að loknu erilsömu og krefjandi dagsverki. Þessa hafa íslenskir skátar lengi notið og munu njóta um ókomin ár, því að óefað munu söngtextar Tryggva halda áfram að hjálpa til við að skapa "skátaandann" sem Tryggva var svo lagið að ná upp. Sá "andi" var alla tíð leiðar- ljósið í hans starfi. 1 skátastarfi á Akureyri ber þrjú nöfn langhæst. Það eru brautryðjendurnir Gunnar' Gunnarsson og Brynja Hlíðar og síðan Tryggvi Þorsteinsson, sem tók að sér það erfiða hlutverk að fylgja eftir starfi brautryðjendanna og skapa starf-

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.