Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 9

Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 9
inu nauðsynlega festu og viðurkenningu í samfélaginu. 1 um 30 ár var Tryggvi í forsvari fyrir Skátafélagi Akureyrar og hafa engir, mér vitanlega, gegnt félags- foringjastarfi jafn lengi, í samfelldu starfi. Það eitt er afrek út af fyrir sig. En ef við tökum einnig tillit til þess, að sennilega hefur starf félagsins sjaldan eða aldrei verið meðmeiri blóma og krafti, en síðustu ár Tryggva sem félagsforingja, þá sýnir það ef til vill betur en flest annað, hversu síungur hann var í starfi og vakandi fyrir öllu því sem gæti aukið og bætt starfið. Þó að starfsvettvangur Tryggva hafi fyrst og fremst verið á Akureyri, þá lét hann má'lefni skáta á öllu landinu mikið til sín taka, ekki síst foringjaþjálfun og skátamót, þar sem hann gat miðlað öðrum skátaforingjum af sinni miklu reynslu og þekkingu. Um leið og skátar um allt land standa í þakkarskuld við Tryggva fyrir hans mikla starf og traustu leiðsögn til hinsta dags, þá getum við huggað okkur við það, að orð hans munu stöðugt hljóma meðal okkar í söngtextum hans og minna okkur á óbreytan- legt gildi þeirrar hugsjónar sem skáta- hreyfingin byggir starf sitt á. Um leið og við sendum fjölskyldu og ást- vinum Tryggva dýpstu samúðarkveðjur, þá vitum við, að það er öllum mikil uppörvun, að andi hans,"skátaandinn", mun stöðugt fylgja okkur. Með skátakveðju, Ingólfur Ármannsson SKYRSLA S.S.R. Blaöinu hefur borist rit, sem ber heitið: „Skýrsla um skátastarf í Reykjavík 1974 - 1975". Við lesum þar, að í Reykjavík eru starfandi 10 skátafélög. Félagar um sl. áramót voru 2149. Fjölg- un skáta er vart teljandi í Reykjavík ef tekiö er tillit til fólksfjölgunar þar. Talið er að hdsnæðisskortur sé ein helsta orsök þess. Skátasambandið á f jóra útilegu- skála. Þá er í skýrslunni sagt frá starfsemi Hjálparsveitarinn- ar, en í sveitinni starfa um 6 0 félagar, fyrir utan aukafélaga, þeirra á meðal eru 10 nýliðar. Starfsemi sveitarinnar er mjög fjölþætt að venju. Skýrsla þessi gefur gott yfirlit yfir skátastarfið í Reykjavík 1974 - 1975. í)

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.