Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 10

Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 10
22. Alheimsrádstefna kvenskáta "Þriðja hvert ár senda aðildar- lönd Alþjóðasamtaka kvenskáta fulltrúa á ráðstefnu til að skipt- ast á hugmyndum og reynslu og móta stefnu í starfi kvenskáta um heim allan". Þetta eru upphafsorð ráð- stefnuhandbókar, sem þátt- takendur fengu í hendur á 22. alheimsráðstefnu kvenskáta, sem haldin var í Sussex háskóla í Brighton í Englandi dagana 24. júní - 3. júll 1975. Þessi skilgreining gefur sam- komum þessum afar viötækt hlut- verk, en að formi til eru þær aðalfundir samtakanna. Þar sem kosin er ný stjórn, samþykktir reikningar og fjárhagsáætlanir og framtíðarstefna mótuð, en hún er síðan framkvæmd af fram- kvæmdastjóra, erindrekum og starfsliði skrifstofunnar, sem hefur aðsetur í London. Fyrir þessa ráðstefnu voru aðildarþjóðir samtakanna 91, en 3 3 þeirra höfðu auka aðild. 6 þeirra fengu fulla aöild á þessari ráðstefnu, en 3 nýjar þjóðir fengu aukaaðild. Fjöldi kvenskáta í heiminum var 6.1 milljón árið 1974. Af•þeim voru 3.2 milljónir í Bandarxkjunum, aöa meira en helmingur allra kvenskáta í heiminum. Hreyfing- in stækkaði töluvert á ráð- stefnunni er Indónesía fékk inngöngu í samtökin með 1.1 milljón kvenskáta og varö þar meö næst stærsta aðildarþjóðin, en næstar í röðinni eru Bret- land (800 þús.), Filippseyjar (4 00 þús.), Kanada (260 þús), Indland (170 þús) og Ástralía (120 þús.). Á þessum vett- vangi er Island ekki svo lítið, því að í 30-40 aöildarlöndum eru færri kvenskátar en á Is- landi. Flest þeirra eru þó auka- aðildarlönd. 10 Allar aðildarþjóðir eiga rétt á að senda 2 aðalfull- trúa og Island á rltt á að senda 2 áheyrnarfulltrúa, sem er lágmark, en stærsta þjóðin Bandaríkin á rétt á 7 áheyrnar- fulltrúum. Auk þess sækja ráð- stefnuna fjölmargar milliþinga- nefndir, starfsmenn hinna ýmsu stofnana og fyrrverandi stjórnarmönnum er einnig gefinn kostur á aö sækja ráðstefnuna. Hana sóttu því á 4. hundrað manns. Ráðstefnuna sóttu að þessu sinni þrír fulltrúar frá BlS: Ragnheiður Jósúadóttir erlendur bréfritari, Sigrún Sigurgests- dóttir í foringjaþjálfunarráði og Kristín Bjarnadóttir áður í foringj aþj álfunarráði. Ráðstefnan fór hægt af stað og var drjúgum tíma varið til að kynna vinnubrögð og aðferðir. Þrátt fyrir það bárust kvart- anir um það síðar á ráðstefn- unni að ýmislegt þyrfti að skýra betur og sýnir það vel hve erfitt er að ná fram samstillt- um og markvissum vinnubrögðum, þar sem^bakgrunnur þátttakenda er svo ólíkur. Allt talað mál var túlkað jafnóðum á 3 tungu- mál, ensku, 'frönsku og spönsku; en þau eru öll af evropskum stofni, svo að gera má sér í hugarlund vandkvæði þeirra, sem tala tungumál af óskyldum stofni. Einna mest virtust vandamál araba vera og báru þær^ fram til- lögu um að bæta við fjó'rða tungu- málinu, arabisku, en .þegar bent var á hinn gífurlega kostnað, sem bætist við vegna túlkunar, en þó ekki síður vegna prent- unar, var tillagan felld. Enn- fremur var borin fram tillaga um að fella niöur spönsku, þar sem flestir þeirra sem nota hana eiga hana að móðurmáli og er því minni vorkunn að tala

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.