Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 11

Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 11
erlent tungumál, en sú tillaga vai' einnig felld. 1 upphafi var flutt kveöja frá Lady Olave Baden-Powell, sem hefur verið forystumaður hreyf- ingarinnar frá upphafi, World Chief Guide, en sá sér nú ekki lengur fært að koma. Hún er nú komin hátt á níræðis- aldur og fæturnir teknir að bila, en brennandi í andanum eins og fyrr. Að samþykktum skýrslum hóf- ust umræður í umræðuhópum um aöalmál ráðstefnunnar: Andleg og siðferðileg verðmæti. Um- ræðurnar voru opnaðar með lát- bragðskynningu, sem ungt fólk af ýmsum þjóðernum flutti og sýndi hvernig umhverfið og samfélagið leggja kvaðir a einstaklinginn og vilja fella hann að ákveðnu mynstri og hversu mikilvægt sé að missa ekki sjón- ar á andlegum og siöferðilegum verðmætum 1 þeirri mótun. Á síðustu ráðstefnu í Canada 197 2 var samþykkt að inntak skátalaga og skátaheits skyldi vera eftirfarandi, þótt þau væru orðuð á mismunandi hátt: Skyldan við guð: viðurkenning a þörf fyrir trú á máttarvöld, sem væru manninum æðri. Skyldan við ættjörðina: viðtekin ábyrgð gagnvart sam- félaginu, sem við lifum í. Þjónusta: hjálp við aðra sé stöðugt iðkuö. Skátalögin: skyldan við aðra og bræðralag manna, sjálfs- agi, virðing fyrir lífinu. Séu þessi grundvallaratriði borin saman við grundvallar- hugmyndir flestra trúarbragða, er ljóst að skátahreyfingin getur ekki án trúarbragða verið. Spurningin er hvernig megi kenna æskunni að lifa í sam- ræmi við þessar grundvallarhug- myndir í stöðugri leit að endur- nýjun án þess aö falla í viðj- ar vanabundinna og hugsunar- lausra trúariðkana eða telja sig hólpna í eitt skipti fyrir öll þegar játast hefur verið undir lög og heit skátahreyfingar- innar. Margt bar á góma, t.d. hvernig tengja mætti saman skátalögin og, orkukreppuna, skátalögin og stöðu konunnar og hvernig bregð- ast skyldi við þegar beztu skát- ar lýstu sig trúlausa á endur- matsskeiði æskuáranna á barnalær- dómnum. Hvað eftir annaö kom fram að lífinu yrði ekki lifað eftir fyrirmælum heldur yrði að fá að læra af reynslunni. Næsta mál var af heldur jarð- bundnari tegund, en það var staða aukaaðildarlanda. Mál þetta var flutt í tvennu lagi, í fyrsta lagi hvort rýmkaöur skyldi rétt- ur aukaaðildarlanda til þátttöku í þingstörfum og í öðru lagi, hvort yfirleitt skyldi viðhaldið tvenns konar aðild. Aukaaðild var tekin upp 19 32 og til þeirra landa sem hana hafa voru gerðar minni kröfur um fjárhagslegt sjálf- stæði, foringjaþjálfun, starfið þarf ekki að ná yfir alla aldurs- hópa o.s.frv. Þessar aðildar- þjóðir fá töluveröa aðstoð frá AÍþjóðasamtökunum við uppbygg- ingu og foringjaþjálfun og skatt- ur þeirra til samtakanna hefur verið mun lægri. Hins vegar hef- ur réttur þeirra til áhrifa á stjórn og starfsemi samtakanna verið takmarkaður. Danmörk haföi borið fram til- lögu um eins konar aðild með þeim rökstuðningi að þaö væri í samræmi við lýðræöisreglur hreyf- ingarinnar að allar þjoðir hafi sams konar aðstöðu.- Umræður um stöðu aukaaðildarlandanna urðu mjög_ langar og færðu alla dag- skra úr lagi, en niðurstööur urðu þær að réttur þeirra til þátt- 11

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.