Foringinn - 01.10.1975, Qupperneq 11

Foringinn - 01.10.1975, Qupperneq 11
erlent tungumál, en sú tillaga vai' einnig felld. 1 upphafi var flutt kveöja frá Lady Olave Baden-Powell, sem hefur veriö forystumaöur hreyf- ingarinnar frá upphafi, World Chief Guide, en sá sér nú ekki lengur fært aÖ koma. Hún er nú komin hátt á níræöis- aldur og fæturnir teknir aö bila, en brennandi í andanum eins og fyrr. Aö samþykktum skýrslum hóf- ust umræöur í umræöuhópum um aöalmál ráöstefnunnar: Andleg og siöferöileg verömæti. Um- ræöurnar voru opnaöar meö lát- bra|öskynningu, sem ungt fólk af ymsum þjóðernum flutti og sýndi hvernig umhverfið og samfélagiö leggja kvaöir a einstaklinginn og vilja fella hann aö ákveönu mynstri og hversu mikilvægt sé aö missa ekki sjón- ar á andle^um og siöferðilegum verömætum í þeirri mótun. Á sxðustu ráðstefnu í Canada 1972 var samþykkt aö inntak skátalaga og skátaheits skyldi vera eftirfarandi, þótt þau væru orðuð á mismunandi hátt: Skyldan viö guö: viöurkerming a þörf fyrir trú á máttarvöld, sem væru manninum æöri. Skyldan við ættjöröina: viötekin ábyrgð gagnvart sam- félaginu, sem við lifum í. Þjónusta: hjálp viö aöra sé stööugt iökuð. Skátalögin: skyldan við aöra og bræðralag manna, sjálfs- agi, viröing fyrir lífinu. Séu þessi grundvallaratriði borin saman viö grundvallar- hugmyndir flestra trúarbragða, er ljóst að^skátahreyfingin getur ekki án trúarbragöa veriö. Spurningin er hvernig megi kenna æskunni aö lifa í sam- raani við þessar grundvallarhug- myndir í stöðugri leit aö endur- nýjun án þess að falla í viðj- ar vanabundinna og hugsunar- lausra trúariökana eöa telja sig hólpna í eitt skipti fyrir öll þegar játast hefur veriö undir lög og heit skátahreyfingar- innar. Margt bar á góma, t.d. hvernig tengja mætti saman skátalögin og orkukreppuna, skátalögin og stööu konunnar og hvernig bre§ð- ast skyldi viö þegar beztu skát- ar lýstu sig trúlausa á endur- matsskeiöi æskuáranna á barnalær- dómnum. Hvaö eftir annaö kom fram að lífinu yröi ekki lifað eftir fyrirmælum heldur yröi aö fá aö læra af reynslunni. Næsta mál var af heldur jarö- bundnari tegund, en þaö var staöa aukaaðildarlanda. Mál þetta var flutt í tvennu lagi, í fyrsta lagi hvort rýmkaöur skyldi rétt- ur aukaaðildarlanda til þátttöku í þingstörfum og í öðru lagi, hvort yfirleitt skyldi viðhaldið tvenns konar aðild. Aukaaöild var tekin upp 1932 og til þeirra landa sem hana hafa voru gerðar minni kröfur um fjárhagslegt sjálf- stæöi, foringjaþjálfun, starfiö þarf ekki að ná yfir alla aldurs- hópa o.s.frv. Þessar aöildar- þjóðir fá töluverða aðstoö frá Alþjóðasamtökunum viö uppbygg- ingu og foringjaþjálfun og skatt- ur þeirra til samtakanna hefur veriö mun lægri. Hins vegar hef- ur réttur þeirra til áhrifa á stjórn og starfsemi samtakanna verið takmarkaöur. Danmörk hafði borið fram til- lögu um eins konar aöild með þeim rökstuöningi aö þaö væri £ samræmi viö lýðræðisreglur hreyf- ingarinnar að allar þjoöir hafi sams konar aðstööu.- Umræöur um stööu aukaaðildarlandanna uröu mjö^ langar og færðu alla dag- skra úr lagi, en niöurstööur uröu þær að réttur þeirra til þátt- 11

x

Foringinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.