Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 13

Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 13
gagnkvæm aðstoð nýtist bezt milli grannþjóða. - Þá var minnst á samstarf við drengjaskáta og var samþykkt að halda áfram þeirri samvinnu sem komist hefur á við Alþjððasamtök drengja- skáta, en milli þeirra rxkir þó óeining um, að drengjaskátar leyfa að stúlkur séu teknar inn í hreyfinguna og virtust nokkur lönd hafa mikinn áhuga á að taka inn drengi hjá sér, en í þessum sömu löndum virtist sam- eining eða samstarf óhugsandi. Sýnir það að þörfin er fyrir hendi, en hreyfingarnar þróast á svo ólíkan hátt, að bilið virðist óbrúandi. Þá var samþykkt að fækka í hinum fjölmörgu nefndum, sem starfa á vegum samtakanna um u.þ.b. þriðjung og þótti þó ekki nóg að gert, en hins veg- ar aö auka greiðslur vegna ferða- kostnaðar við fundarhöld. Hingaö til hafa konur þessar greitt kostnað sinn sjálfar og hafa þá að sjálfsögðu valizt þær konur, sem hafa haft til þess efni.^ Að lokum var kosin ný stjórn, þ.e.a.s. fjórar konur ganga út úr 12 manna stjórn, en fjórar nýjar kosnar og fjórar til vara. Fráfarandi formaöur var brezk kona, Beryl Cozens-Hardy, rögg- söm og skýr, en við tók J.S. Price frá Ástralíu, einkar geð- ug við fyrstu sýn. Þess þarf vart að geta, að brezku kvenskátarnir tóku á móti þátttakendum með kostum og kynjum. Aðstoðarstúlkur voru í hundraðatali og höfðu verið valdar úr fjölda umsækjenda. Tvö skátamót voru haldin í ná- grenninu í þessu tilefni. Annað var fyrir skátastúlkur 11-14 ára og höfðu 600 verið valdar úr skátastúlkum frá öllum Bret- landseyjum. Allir ráðstefnu- gestir voru boðnir þangað í síð- degiste einn daginn. Fór þar allt fram með soma eins og búast mátti viö og sérstaka athygli vakti hve auðveldlega var vakinn upp margraddaður söngur. Virðist söngment brezkra kvenskáta vera á háu stigi. Þá var haldið dróttskátamót og var ein hinna íslenzku bátt- takenda boðin til setningar mótsins. Flutti hún dróttskátun- Frá upptöku nýrra aðildarþjóða í Alþjóðasamtök kvenskáta. 13

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.