Foringinn - 01.10.1975, Side 13

Foringinn - 01.10.1975, Side 13
gagnkvæm aðstoö nýtist bezt milli grannþjóða. - Þá var minnst á samstarf við drengjaskáta og var samþykkt aö halda áfram þeirri samvinnu sem komist hefur á við Alþjóðasamtök drengjja- skáta, en milli þeirra rikir þó óeining um, að drengjaskátar leyfa að stúlkur séu teknar inn í hreyfinguna og virtust nokkur lönd hafa mikinn áhuga á að taka inn drengi hjá sér, en í þessum sömu löndum virtist sam- eining eða samstarf óhugsandi. Sýnir það að þörfin er fyrir hendi, en hreyfingarnar þróast á svo ólíkan hátt, að bilið virðist óbrúandi. Þá var samþykkt að fækka í hinum fjölmörgu nefndum, sem starfa á vegum samtakanna um u.þ.b. þriðjung og þótti þó ekki nóg að gert, en hins veg- ar að auka greiðslur vegna feröa- kostnaöar við fundarhöld. Hingað til hafa konur þessar greitt kostnað sinn sjálfar og hafa þá að sjálfsögöu valizt þær konur, sem hafa haft til þess^efni.^ Að lokum var kosin ný stjórn, þ.e.a.s. fjórar konur ganga út úr 12 manna stjórn, en fjórar nýjar kosnar og fjórar til vara. Fráfarandi formaður var brezk kona, Beryl Cozens-Hardy, rögg- söm og skýr, en við tók J.S. Price frá Ástralíu, einkar geð- ug við fyrstu sýn. Þess þarf vart að geta, aö brezku kvenskátarnir tóku á móti þátttakendum með kostum og kynjum. Aðstoðarstúlkur voru í hundraðatali og höfðu veriö valdar úr fjölda umsækjenda. Tvö skátamót voru haldin í ná- grenninu £ þessu tilefni. Annað var fyrir skátastúlkur 11-14 ára og höfðu 600 verið valdar úr skatastúlkum frá öllum Bret- landseyjum. Allir ráðstefnu- gestir voru boðnir þan|að í síð- degiste einn daginn. For þar allt fram með soma eins og búast mátti viö og sérstaka athygli vakti hve auðveldlega var vakinn upp margraddaður söngur. Viröist söngment brezkra kvenskáta vera á háu stigi. Þá var haldiö dróttskátamót og var ein hinna íslenzku þátt- takenda boðin til setningar mótsins. Flutti hún dróttskátun- Frá up^töku nýrra aðildarþjóða í Alþjóöasamtök kvenskáta.

x

Foringinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.