Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 14

Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 14
um kveðjur íslenzkra skáta og sagöi m.a. aö líklega myndu þeir öfunda brezku stallsystur sínar af skógarrjóörunum, sem þær hreiðruðu um sig í. Einnig fluttu kveðjur skátar frá Jamaica og Bangladesh. Þess skal svo a6 lokum getið að þær mæðgur Elísabet drottning, Elísabet móðir hennar og Margrét systir hennar buðu öllum ráð- stefnugestum til tedrykkju. Var það hinn ágætasti fagnaður í hinum glæsilegu salarkynnum Buckinghamhallar prýddum silki- klæddum húsgögnum og málverkum eftir klassíska meistara. 10 daga vinnu verður ekki gerö full skil £ stuttri grein, heldur aðeins stiklað á stóru, en meðal þess sem var athyglis- vert var hve helgistundir voru eðlilegar og tókust vel, þegar þess er gætt, að þátttakendur játuðu hin fjölbreytilegustu trúarbrögð. Textar voru vel valdir og læt ég hér að lokum fylgja með bæn eftir heilagan Frans frá Assisí, sem ég hafði uppá í íslenzkri þýðingu, ef einhver gæti notað hana við helgistund skáta: Drottinn, ger þú mig að verk- færi friðar þíns hjálpa þú mér að flytja kærleika þangað, sem hatur er, trú þangað, sem efinn ræður, sannleika þangað, sem villa er fyrir , von þangað, sem örvæntingin drottnar. hjálpa mér að veita fyrirgefningu, þar sem rangsleitni er framin, að skapa eindrægni, þar sem sundrung ríkir aö strá ljósi, þar sem myrkur grúfir að flytja fögnuð, þar sem sorgin býr. Meistari, hjálpa þú mér aö kappkosta, ekki svo mjög að vera huggaður. sem að hugga, ekki svo mjög að vera skilinn, sem að skilja, ekki svo mjög að vera elskaður, sem að elska. Því það er við að gefa, sem vér þiggjum, við að fyrirgefa, sem ver hljot- um fyrirgefningu, viö að týna lífi voru, sem vér öðlumst það, það er við að deyja, sem vér rísum upp til eilífs lífs. Næsta ráðstefna Alþjóðasamtaka kvenskáta verður haldin 19 7 8 £ Kristín Bjarnadóttir. FELAGSMERKI ^kátafélagíb g>fejöltmngar Skátaféiagið Garðbúar 14

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.