Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 23

Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 23
197 5 og um önnur 10% fyrir ári6 1976. Eftir hádegi þennan dag voru hópumræður aöallega um fjár- mál, bæöi alþjóðabandalagsins og einstakra skátabandalaga. Miö- vikudaginn 13. ágúst flutti forseti Alþjóöabandalags kven- skáta ráðstefnunni kveðju. Þá var rætt nokkuÖ um endurskoöun á markmiöum og leiöum skátastarfs. Mörg lönd hafa leitt hugann a6 þessu og hefur Alþjóðaskrifstofan safnaÖ saman áliti þeirra landa sem lengst eru komin £ þessum athugunum. Þessu hefur líka veri6 hreyft hér á landi og veröur m.a. á dagskrá næsta Skátaþings. Eftir hádegi voru hópumræöur m.a. um aukin erlend samskipti skátabanda- laga og kynni skáta á meðal. Fimmtudaginn 14. ágúst fór mest allur tíminn í umræöur um stjórn- un skátabandalaga og langtímaáætl- anir bæöi varöandi fjármál og program. Voru málin rædd bæði á sameiginlegum fundi og í hópum. Fðstudaginn 15. ágúst, síöasta dag ráðstefnunnar, voru ýmis mál tekin til afgrei6slu. Lögum Al- þjóöabandalagsins var breytt 6verulega. Fyrir ráöstefnunni lá tillaga um a6 þessar rá&stefnur yröu haldnar þriöja hvert ár, en ekki annað hvert eins og veriö hefur. Island studdi þessa til- lögu en hiin var felld. Næsta al- þjóöaráÖstefna veröur því haldin í Kanada 1977, en næsta Jamboree og ráöstefna 1 Iran 1979. Voru þessir næstu viöburöir í alþjóöa- skátun kynntir í ráðstefnulok. Eftir að helstu niðurstöður ráö- stefnunnar höföu verið dregnar saman var henni slitið af nýkjörn- um formanni alþióðastjórnarinnar Irving Feist frá U.S.A. Um kvöld- iö var svo sameiginlegt lokahóf fyrir alla fulltriia og gesti á hóteli í nágrenninu, og kvöddust menn þar meö virktum. Árangur: í lokin spuröu menn sjálfa sig hvort árangur ráöstefn- unnar hefði orðiö í einhverju hlut- falli viö allan tímann sem í fund- arhöld fór. Menn voru yfirleitt sammála að meö betri undirbdningi þyrfti ekki svona langan tíma, en þau persónulegu kynni, leiöandi manna hinna ýmsu skátabandalaga, sem til væri stofnaö þessa daga, væru ómetanleg og til mikils hag- ræöis í samstarfi á alþjóöavett- vangi. Starfsliö: Eins og áður kom fram stóöu Norðurlöndin sameiginlega a6 þessari ráðstefnu. 1 undirbún- ingsnefndinn átti Arnfinnur Jóns- son sæti sem fulltrúi B.Í.S. Mest af beinni vinnu lenti þó skiljan- lega á Dönum. Þrír íslenskir skát- ar voru í starfsliði ráðstefn- unnar allan tíman sem hún stóð, þau: Guöbjartur Hannesson, Dan- fríöur Skarphéðinsdáttir og Aðal- björg Siguröardóttir. Þá var ólafur Kjartansson frá Akureyri í starfsliöinu tvo síðustu dag- ana. Þóttu íslensku hjálparliö- arnir standa sig með mikilli prýði, en þau sinntu ýmsum störfum s.s. gæslu, upplýsingum og fleiru. BU.V-^éJ •í Að lokum: Hér hefur aðeins verið stiklað á því helsta sem bar á g6ma á þessari 25. AlþjóðaráÖ- stefnu drengjaskáta. Ýmis gögn varðandi ráðstefnuna eru til á skrifstofu B.l.S. fyrir þá sem kynnu aö vilja fá frekari upplýs- ingar. Eins munu fulltrúar B.Í.S. a ráðstefnunni svara fyrirspurnum t.d. um þaö sem rætt var £ umræðu- hópum. au^.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.