Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 27

Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 27
Á árinu 1975 hefur Ö.V.R. staðið fyrir stórframkvæmdum til áfram- haldandi uppbyggingar á Úlfljóts- vatni. Ráöist var í aö byggja svefnskála við drengjaskála, sem var mjög brýnt verkefni, þar sem litlu skálarnir voru margir úr sér gengnir, aðeins 2 sem svarar kostnaði að gera upp. Síðastlið- inn vetur var notaður til undir- búnings verksins, það er að segja útvegun fjármagns, teikninga út- boðslýsingar, vinnuteikninga o.s. frv. I byrjun apríl lá síöan fyr- ir teikning, er samþykkt var af stjórnum B.l.S. og S.S.R. Verkið í heild var síðan auglýst til út- boðs.Þann 25.4."75 voru svo til- boð opnuð, en fimm tilboð bárust. Hagstæðasta tilboð var síöan tekið, sem var frá Ragnari Hjálm- arssyni í Hafnarfiröi. 1 maí voru samningar undirritaðir og strax á eftir hófust framkvæmdir sem um var samiö að lyki £ haust, Húsið er byggt úr timbri og er um 110 fermetrar að flatarmáli, með steyptum kjallara. Svefnaö- staða er góð fyrir 24 í 4 her- bergjum, auk foringjaherbergis og rúmgóðs salar, tveggja snyrti- herbergja og eldhúsaðstöðu. Kjallarinn veröur aðallega not- aður sem geymsluaðstaða. Tekiö var tillit til gamla drengja- skálans hvað útlit snertir og verður vart annað sagt en vel hafi til tekist. Nú er byggingu hússins sem sagt lokiö og er ver- ið að ganga frá raflögnum, inn- réttingum og fleiru. Verktaki hefur staðið njög vel við sitt tilboð og samvinna við hann hef- ur verið góð. 1 samningi var máln- ing og málningarvinna, svo og teppa- eða ddklögn á gólf undan- skilin, en það verður skátum vart ofurefli að vinna það sjálfir. Verkið í heild mun kosta 8-9 milj- ónir Síðan kemur til kasta okkar allra, skátar góðir, að sýna það líf og starf aö Ölfljótsvatni að við höfum fyllilega verðskuldaö þann stuðning og velvild er viö höfum notið til uppbyggingar staðarins. Það er raunar forsenda þess að enn frekari framkvæmdir veröi uln að ræða, sem vissulega eru fyrirhugaðar og bráðnauðsyn- legar. Með skátakveöju, f.h. Ölfjótsvatnsráðs, Ingibjörg Þorvaldsdóttir. T 100 ) 1?0 | 150 ) 120 | 190 I 120 t 19C I 120 1 190 i 120 I I 310 (100 | 120 | 190 | 120 | o, 190 | 120 t 190 | 120 | 410 27

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.