Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 31

Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 31
Radíóskátar hefja nú aftur starf eftir sumarleyfi. Á dagskrá er sem fyrr barátta fyrir fjölbreyttu skátastarfi. Útbúin hafa veriö nokkur starfsverkefni, sem eru ætluð flokkum, sveitum og félögum. Byrjunarverkefnin eru refaveiðar og tækjasmiðar, en þegar skátar hafa reynt hvorttveggja þróast starfið áfram. Refaveiðar veröa næst haldnar sunnudagana 2. og 9. nóvember nk. og hefjast þær kl. 13,30 að Blöndu- hlíð 35. Skátinn fær lánað mið- unarviðtæki og Xandakort, en kem- ur sjálfur með áttavita. Leikur- inn er því fólginn að finna fal- inn sendi á sem stystum tima. Refaveiöar þjálfa því keppnisanda og kunnáttu í meöferð áttavita og korts, og gefa innsýn í mið- unartækni. Tækjasmíðar: Seld eru ósamsett tæki af tveim mismunandi gerðum. Annaö er kallað"Kombí-sett" og má nota það sem magnara, morsæfinga- tæki, blikkara o.fl.Hitt er Krist- alviðtæki, sem er eins og hvert annað útvarp, nema hvað það notar ekki rafhlöður né annan straum- gjafa. Með tækinu má'ná miðlungs- sterkum útvarpsstöðvum á öllum tíðnisviðum, nema FM. Tækið þarf gott loftnet og jarðsamband og getur einn hlustað á það í einu meö heyrnartæki. VERÐSKRÁ: Kombisett kr. 1000- Kristalviðtæki kr. 1000- Þáttt. í refav. kr. 100- Tækjasettin má panta skriflega og eru þau þá send í póstkröfu og leggst kostnaður ofan á. Kynningarfundir■ Radíóskátar vilja gjarnan halda kynningar- fundi hjá sveitum eða félögum. Kynningardagskrá er tilbúin sem tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir. Kostnaður er eng- inn. Hafið samband við radíóskáta é þriðjudagskvöldum á skrifstofu BÍS. RADÍðAMATSR Viljum fá til liðs viö okkur nokkur tæknisinnuð ungmenni, sem vilja læra til radíóamatörsprófs Viðkomandi myndi starfa hjá sínu félagi eftir sem áður, en koma til Radíóskáta vikulega. Engin aldurstakmörk. Radíóamatörprófið veitir réttindi til að smíða og nota senditæki, og gefur um leið góða innsýn í radiófræði. Forvitnir geta komið og skoðað fjarskiptastöö Radíóskáta. Skátafélagið Fossbúar, Egilsstöðum. Laugard.:(Aðaláhersla lögð á að koma starfinu á stað) Viöræður við félagsforingjann Jósef Marinósson um starfið og framtíðarplön. Sunnud.: Fundur með væntanlegum foringjum. Starfið rætt og starfsáætlun gerð einnig kynntar nýjungar. Fundur með stjórn,húsnæðisvandamál rædd, kosning stjórnar, starfið í félaginu og nýjungar kynntar.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.