Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 3

Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 3
FORINGINN 6. tbl. 1975. títgefinn af: B.Í.S. Samsetning: Haraldur Bjarnason Þorvaldur Bragason. Vélritun: Guðbjörg Bjarnadóttir Sigrdn Sigurgestsd. Ljósmyndir: Guðrún Ásgeirsdóttir Gífurleg aöstoö: Gunnlaugur Björnsson Friörik Friöriksson Helgi Eiríksson Hönnun Forsíöu: Vignir Jóhannsson Heimilisfang: Pósthólf 831, Reykjavík. Prentun: Prentiðn, Löngufit 38, Garðahreppi. Sælir lesarar. Eins og þú hefur eflaust tekið eftir, hefur útkomu 5.tbl. seink- aö all-verulega. Ástæður? Ju,jú þú lest um það annarsstaðar í þessu blaði. Nii sleppum við hænunni fyrir fullt og allt. Samsetningin slær þessu uppí kæruleysi og hættir. Eins og allir foringjar og drótt- skátar meö fleirum hafa augljós- lega tekið eftir, þá hefur For- inginn verið alveg einstakur að efni og útliti síöastliðin tvö ár. Semsaet báðir limir samsetn- ingar hafa sagt af sér störfum, svo að nú tekur önnur samsetn- ing við frá og með áramótum. Viö þökkum gott samstarf við alla þá sem hafa lagt hönd á plóginn, því aö án þeirra hefði blaðið eflaust oröið frekar efnissnautt. Sérstaklega viljum við þakka Emil, hinum ötula forstjóra Prent- iðnar í Garðahreppi, en hann hefur fórnað sér mjðg svo í þágu blaðsins. Við vonum að vegur Foringjans eigi eftir að lengjast og breikka á alla kanta, undir stjórn nýrra manna. Til hamingju meö jólin og árið. HANA Ntí. „ ... Samsetnmgm.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.