Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 4

Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 4
Árið 1975 hefur náöst siór áfangi í útgáfumálum. Foringinn nær nú til allra foringja og við það opnast möguleikar sem því miöur hafa ekki veriö nýttir sem skildi. Nd hafa útgáfudagar blaðsins verið ákveðnir fyrir allt áriö og ákveðnir skiladagar fyrir efni. Með þessu er hægt aö tryggja að fréttir sem koma í blaðinu eru alltaf ferskar, ekki mánaðargamlar eins og oft hefur skeð. Dróttskátaráð hefur reynt að nýta sér þá möguleika sem þetta fyrirkomulag hefur boðið upp á og erum viö mjög ánægð með fyrirkomulagið. En það er alltaf gamla sagan nd þegar þetta fyrirkomulag er komið vel af stað, þurfa endi- lega einhverjir aö rífa það niður og skapa leiðindi, saman- ber síðasta tölublað. Okkurí d.s.ráöi var sagt að skila efni 6. okt. og að það væri mjög nauðsynlegt og að blaðið mundi koma dt 20. okt. Þegar þetta er skrifaö, 17.nóv. er blaöiö enn ekki komið út. Þegar við skrifuöum okkar' greinar í síðasta tölublaö, miðuðum viö allt við aö blaðið kæmi út um 2 0. okt., og þar af leiðandi verður komin ellilykt af mörgu loksins þegar þaö verður lesið. Þaö er von okkar í d.s.- ráði, að atburður sem þessi endurtaki sig ekki og að blaðið geti komið út sómasamlega 1976 þ.e.a.s. 6-7 tölublöö til allra drdttskáta. Þá förum við þess á leit, að skýring veröi gefin á því hvers vegna dtkomu 5.tbl. var seinkað án þess að tala viö greinar höfunda, vonandi fáum við skýringu í l.tbl.1976. Við verðum að gera okkur það ljóst aö gott blaö sköpum við aöeins meö samstööu og samstöðu sköpum viö ekki með vinnubrögðum sem þessum. Nóg um þetta að sinni. 1 haust sendum við bæklinga til allra d.s.sveita, þar sem viö auglýstum sérnámskeið þau sem ætlun er að halda nd £ vetur, þannig að allir d.s. ættu nú að vita um þessi námskeið og allt eru þetta námskeið sem beðiö hefur veriö um. En samt sem áöur höfum við þurft að fella niður 2 námskeið vegna þátttökuleysis eldvarnarnámskeið og hjálp £ viðlögum námskeið. Hver skyldi ástæöan vera, skyldi þurfa að hringja f fólkið og biöja það um að koma^ ef svo er þá getum viö alveg eins hætt með námskeiðin. Ef ástandið f námskeiðsmálum er oröið þannig þá er um hættuástand að ræöa. Mfn skoðun er sd að hið alvar- lega aðhaldsleysi, sem viröist ríkja á mörgum sviðum hjá okkur skátum á Islandi, er að brjóta niöur það litla sem eftir er af ábyrgðartilfinningu hjá foringjum og um leið að gera starfið aö agalausu starfi. Þetta hefur svo þaö f för með sér að áhuginn eða jafnvel skyldan fyrir aö fara á námskeið er ekki fyrir hendi. Nd £ dag er uppskeran undan þeim slæma áburði sem við höfum notað upp á síðkastið að koma í ljós. Nd er lokastundin að renna upp, ætlum viö aö lagfæra þetta eða kemur þetta til meö að skaða okkur enn meira. Nokkuð hefur boriö á því aö d.s.starfi hafi verið komiö á fót í félögum dti á landi og er ánægjulegt til þess aö vita, en fleiri félög þurfa að fara af staö. Ég er alveg viss um aö mörg félög í viðbót geta hafiö d.s.starf, og skorum við nd á' öll félög að athuga þaö náið og umfram allt hafiö samband við d.s.ráö, það er okkar starf að aöstoða ykkur við að koma af stað dróttskátastarfi.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.