Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 6

Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 6
Skátastarf á noröurlöndum, frh. lir 5.tbl. Innan hverrar deildar er ein sveit af hverri aldursgrein, þar með líka ein d.s. sveit. Þær kallast "klan" (flt. klaner). Orðið klan kemur úr skosku, not- að yfir hinar ýmsu ættir í Skot- landi, allar tengdar vissum stað og hafa þær allar eitthvað sér- stakt mynstur í skotapilsum sín- um og öðrum vefnaði líkum. Þannig fá margar seniorsveitir nöfn sín s.s. MacGregor-klanen. Innan hverrar sveitar er skipt í_sypkj}JLluð"sjak" (borið fram: sjakk). 1 hverri sjak eru 3-4 og fjöldi sjaka í sveit er 3 - 6 £ hverri sveit, þannig að senjor- sveit getur bæði veriö lítil og stór þ.e. frá 10 - 30 manns. Hjá flestum sveitum er það þannig að þær taka inn nýja meðlimi einu sinni á ári, þannig að í einni sveit geta verið skátar bæöi 16 ára og 24 ára hjá DDS, en 15-18 ára og s-vo 18-28 ára hjá KFUM. Aldursdreifingin hefur það að segja að stundum geta aldurshópa- deilur komið upp. 24 ára gamall skáti hefur ekki alltaf sömu áhugamál og 16 ára skáti. í langflestum tilfellum er sveitarforingi. Oft er hann tölu- vert eldri,en stundum er hann á svipuðum aldri og skátarnir. Verksvið hans er að vera tengi- liður út á við fyrir sVeitina. Hann er sá sem hefur reynsluna og á að hafa vit fyrir hinum, sem ekki hafa eins mikla reynslu. í sumum tilfellum tekur hann þátt í starfi sveitarinnar, en sumir sveitarforingjar láta ekki sjá sig í gönguferðum eða öðru slíku. 1 nokkrum sveitum eru sveitar- ráð, en það er sjaldgæft. Þaö er alltaf eins og það sé einhver . einn sem fellur vel undir þetta sveitarforingjastarf, auk þess sem sum félög segja að þaö verði að vera einn ábyrgur foringi fyr- ir hverri sveit, annars fái hún ekki að starfa. Hugmyndafræðin bak við starf senjora og róVera er aö byggja ofan á þá undirstöðu sem skata- lífið hafði uppá að bjóða. KFUM bætir svo við: "með kristilegu hugarfari". Það er sagt að ljós- álfar og ylfingar læri að binda hnúta, skátar læri að nota þá,en dróttskátar læri hvers vegna á að nota þá. Það byggir allt á því að halda áfram, þróast til betri vegar. Einnig spilar undir- búningur undir foringjastarf inn í, einkum þó hjá KFUM. Hjá DDS er D.S. ráðið (senior-udvalg) með 26 fulltrúa, 2 frá hverju skáta- sambandi. Meðal þeirra eru 2 formenn, sinn af hvoru kyninu. Þessir 26 fulltrúár hafa atkvæðisrátt innan ráðsins. Auk þeirra starfa ýmsir sérsviðshópar á vegum ráðsins og eru formenn þeirra fulltrúar í ráðinu. Ráðið hefur fundi 4 sinnum á ári og eru það helgarfundir. Þeir sem eru eiginlegir framkvæmda- aðilar eru formenn ráðsins og formenn áarfshópanna auk nokkurra góðhjartaðra skáta, sem eru duglegir í alls konar dútli. Tengsli milli ráösins og D.S. sveita og einstaklinga eru þannig að bandalagið hefur stórt og mikið heimilisfanga- kerfi. Hver D.S. skáti fær sent ýmislegt til fræðslu og upplýsinga. Auk þess fá sveitarforingjarnir fullt af pappírum sent. D.S. ráðs- fulltrúarnir frá hverju sambandi starfa síöan staðbundið með ýmis verkefni. Fulltrúarnir eru kosnir meirihlutakosningu einu sinni á ári af öllum D.S. innan sambandsins. Þessu er dálítið öðru vísi háttað innan KFUM. Þar eru nokkur starfsráð starfandi og er það bandalagsstjórnin sem velur formenn þeirra. Síðan velja formennirnir nokkra sem þeir vita um og stinga upp á þeim við bandalagsstjórnina sem síðan (í flestum tilfellum) val þeirra. Þetta er sem sagt ekki eins lýðræðislegt og hja DDS. Annars starfar ráöið á mjög svipaöan hátt. Fundir eru haldnir heldur oftar,

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.