Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 10

Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 10
VAXANDI SAMKEPPNI Einn þátturinn í æskulýös- starfi hérlendis er sumarbdða- starfiö. Vart hefur veriö hægt að tala um samkeppni á þeim vettvangi fyrr en síöustu 5-6 árin. Fram aö þeim tíma höfóu fáir aöilar slíka starfsemi meö höndum. Má þar helst nefna K.S.Ú. á Olfljótsvatni, K.F.U.M. í Vatnaskógi, K.F.U.K. í Vindás- hlíö og nokkra fleiri smáa aðila dti um land.Þær sumarbdðir, sem hér eru nefndar, eru reknar af áhugafólki og markmiðið að veita æskufélki sumardvöl í anda viökomandi félagsskapar. Kröíum um hdsnæði og mat er mjög í hóf stillt og allur rekstrar- kostnaður í lágmarki. Reynslan hefur sýnt að fyrir áhrif þessara sumarbdða hafa komiö til starfa, t.d. í skáta- hreyfingunni, unglingar, sem hafa kynnst þar markmiðum og starfsháttum hreyfingarinnar. Sumarbúöirnar hafa þannig verið neistinn, sem tendraöi bálið í félagsstarfinu Nd er hins vegar orðin breyting á. F1eiri aöilar reka nil sumarbdðir í miklu stærri mæli, meö aöstöðu í heimavistar- skólum, þar sem sundlaug, leik- vellir og leiktæki af fjölbreyttri gerö, eru til staöar. Má þar m.a. nefna íþróttaskólann aö Leirá og sumarbúöir þjóö- kirkjunnar víöa um land. Þjóðkirkjan rekur sumarbdöir sinar fyrir opinbert fjármagn og getur því boöiö sumardvalir fyrir lægra gjald en aörir. Með þessu hefur skapast samkeppni sem gerir skátum og öðrum erfitt um vik með sitt sumardvalastarf. Kemur það fram í minnkandi aðsókn t.d. þurfti aö fella niöur dvalar- flokk á Ölfljótsvatni s.l. sumar, en það var óþekkt áöur. Auðvitað er gott eitt um það aö segja að sem flestir fái aö njóta sín við rekstur sumarbúða. 10 Hins vegar þurfa allir aö sitja við sama borö í þeim efnum með opinbera fyrirgreiðslu. Við getum verið sammála um, að sumarstarfsemin á Olfljóts- vatni er ekki aðeins æskileg. Hiin er líf snauðsynleg skáta- hreyfingunni. Á Ölfljótsvatni er n\S unnið að endurbyggingu drengjabdðanna, og fram haldið þv£ verki, sem þar var unnið fyrir landsmótið. S\3 uppbygging er fyllilega tímabær og nauðsynleg en um leiö má ekki gleyma að veita fjármunum til viðhalds K.Sítí., sem starfaö hefur svo lengi með frábærum árangri. Þar hafa flestir hlutir veriö unnir af mjög fámennum hópi áhugafólks í sjálfboöavinnu, íg tel nauðsynlegt að útvega fjármagn til endurnýjunar og lagfæringar á K.S.Ö. samhliða uppbyggingu drengjabiiðanna. Skátafélag Akraness á i byggingu stárt og glæsilegt hdsnæði í Skorradal. Þar var upphaflega fyrirhuguö sumarbdðastarfsemi í líkingu við starfsemina á tílfljótsvatni.¦ Eins og málum er nd háttað er ekki sjáanlegt að félagið geti komið á þeirri starfsemi, enda varla skynsamlegt aö stefna aö því nd, meðan ekki er fullsetiö á tílfljótsvatni, eða hliðstæðum stöðum (Vatnaskógi). Enda er í byggingu nýr skáli fyrir drengja- bdðir á Ölfljótsvatni, eins og áður hefur komið fram £ þessari grein. Auðvitað verða nóg verk- efni fyrir skálann okkar og aðstööuna í Skorradal, þegar byggingu hans veröur lokiö. En samkvæmt framansögöu er augljás nauðsyn endurskipulagn- ingar meö tilliti til breyttra aðstæðna á byggingatimanum. Mörg æskulýðsfélög hafa auk sinna sérstöku áhugamála, tekið upp í starfsemi sína fjölmargt,

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.