Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 18

Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 18
AGÆTI FLOKKSFORINGI Þd sem hefur jafnaldra þína í flokknum þínum. Nenni ekki - vil ekki - get ekki. Hefur þú ekki einhvern- tíma heyrt þessi orð? Hefur þú kanski ekki einmitt þessi vandamál? Aö hafa jafnaldra í flokk, er mjög svo erfitt, ef þú ert þá ekki foringi, skapaðir af guös náð. Ef þetta eru vandamál sem þú kannast við þá höfum við hér nokkra púnkta til umhugsunar, einmitt fyrir þig . Reyndu þá . Þeir gætu orðið þér til hjálpar. I lok fundar getur þú skýrt frá dagskrá næsta fundar og lýst eftir hvort nokkrir viji mæla nokkru í mót, ellegar breyta nokkru. Gefðu flokknum kost á að segja álit sitt á tillögunum en spurðu EKKI hvað þeir vilji gera. Gefðu þeim nokkrar hugmyndir og leifðu þeim að velja. Komi fram aðrar hugmyndir, sem ekki eru eins góðar, þá taktu tillit til þeirra. Gættu þín. Notaðr þú kanski skipandi rödd, sem hinir eiga erfitt með að meðtaka? I p;ömiu skátabókunum okkar stend ur oft eftirfarandi ráð: Þegar flokkurinn (og þú sjálfur) er frískur og fjörugur, þá byrja þú ekki fundinn með kennslu og verkefnum, heldur skulið þið frekar fara í leiki, út að hjóla fara í laugarnar, heimsækja ná- grannaskáta o.s.fr. Þar á eftir getið þið tekið fyrir dagskrá fundarins og fariö að sinna verk efnum. Þegar flokkurinn hefur fengið starfsáætlun sveitarinnar og veit hvað frammundan er hjá Sveitinni, deildinni og félag- inu, getið þið byrjað á að semja ykkar eigin starfsáætlun fyrir flokkinn. Komdu með hug- myndir þínar og legðu þær fyrir flokkinn og láttu ræða þær. 18 I flokknum eiga allir að vinna saman og allir eiga að geta komið með tillögur í starfsáætlunina, t.d. um útilegur, dagferðir, Þjónustuverkefni og fl. Flokkurinn skal vera sam- heldinn hópur, hópur,sem deil- ir gleði og sorg saman, hjálpa hverjir öðrum og skifta verk- efnum og embættum bróðurlega á milli sm, en vinnur þó samt sem áður saman að þeim. DÆMI um verkefni eða embætti: FLOKKSFORINGI.(fl.f.) AÐST; FL.FOR. (a.fl.f.) RITARI: Skráir fundargerðir ferðir, útilegur ofl GJALDKERI: Sér um fjármál flokksins t.d. fyrir útilegur feröir ofl. BRYTI: Sér um skipulagningu matarinnkaupa og innkaup ásmt. gjaldkera. AHALDAVÖRÐUR: Sér um að eignir flokksins séu í lagi og séu yfirfarnar, þ.e. leggur fram tillögur um úrbætur fyrir flokk- inn. VARÐELDASTJÓRI: Og fleiri embætti. Hefurðu fleiri tillögur um emb- ætti? Sé svo, Þá berður þessar tillögur undir flokkinn og síðan getur hann þ.e. flokkurinn í STARFIÐ í FLOKKNUM *fmwu?&* 'fíHCLDfi -t

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.