Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 19

Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 19
sameiningu ákveðið og ráðstaf- að hverju embætti. Finnst þér að skipa eigi £ embætti eftir hæfileikum hvers og eins?,-eða finnst þér embættin eigi að ganga á milli meðlimanna? Hve oft finnst þér þá þessi skifting eigi að taka sér stað, á tveggja eða þriggja mánaða fresti, hálfsársfresti eða bara árs fresti? Um þetta getur þú fræðst í foringjabókum bandalagsins svo og margt annað. GAMLI JÁRNBRAUTALEST Hér er svo ágætt verkefni fyrir ljósálfa og ylfinga sem og allir geta gert, en það er járnbrautalest, þ.e.a.s. líkan. Hér er hugmyndin. Lestina á hugmyndaflug þitt aö skapa. r^, Or eldspýtunum getið þið svo gert mublur og dúkkustofur ef mublurnar eru svo málaðar meö málningu getiö þið verið viss um að þetta verður flott. Einnig er hægt að búa til borð, rúm, skápa o.s.frv. Þrjú eldspýtnabox og eitt hylki eru sett saman. Hjólin eru gerð úr korktöppum. Tvö þeirra alveg hringlaga hin hálfhringir. Reynið að fá tóma karton- hólka, t.a.m. eins og utan af salti og öðru kryddi. Holk- urinn límist fastur. Þið getið svo skreytt modelið með því að setja á það ljós, glugga, rendur o.s. frv., svo að ekki sé minnst á liti. 19

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.