Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 21

Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 21
Bandaríksa þjóöin mun halda upp á 2 00 ára afmæli sitt næsta ár. I tilefni þessa afmælis hafa banda- rískir kvenskátar boöiö tveim íslenskum skátastúlkum til Bandaríkjanna næsta sumar. Dagana 10.-26. júní verður haldið nokkurs konar mót í Þjóðgarði í Virginíufylki og rammi mótsins er: "Þú ert ábyrg fyrir náttúrunni". Eftir mótið verður dvalið á heimilum í um þrjár vikur. I allt eru þetta um 40 dagar. Allur dvalarkostnaður er borgaður af gestgjöfunum, en umsækjendur verða að borga ferðirnar frá Reykjavík til Bandaríkjanna og heim til Islands aftur. Einnig verða þátttakendur aö sjá sér fyrir vasapeningi. Þátttakendur eiga að vera á aldrinum 15 - 18 ára eða aðeins eldri. Vegna þess aö mótið er einskonar hike mót þá þurfa þátttakendur að vera líkamlega hraustir og hafa mikinn ahuga á útilífi. Góð reynsla í skátastarfinu er nauðsynleg eins og hjálp í viðlögum, eldun á hlóðum og fleira. Viö hvetjum alla félags- foringja að íhuga þetta boð og þeir sem vilja sækja um eru beönir að snúa sér til skrif- stofu Bandalags ísl. skáta fyrir 15. januar 1976. Einnig hefur borist boð frá norskum kvenskátum, þar sem þær bjóða til ráöstefnu um skátamót og útilíf. Is- lenskum skáta hefur veriö boðið að koma og taka þátt í þessari ráðstefnu, sem haldin er í Shiffield dagana 9-12. apríl 1976. Þetta boö er ætlað foringjum og leiðbein- endum, sem hafa áhuga^á úti- lífi og dagskrárgerð á mótum. Þátttakandi verður að greiða fargjaldið sjálfur frá Reykja- vík til Shiffield en uppi- hald er greitt af gestgjöfum. Þeir sem hafa áhuga snui sér til Bandalags ísl. skáta. Ef til vill er hægt að sam- eina þetta meö ferö til London. * * * Boð frá norsku K.F.U.K. skátunum um þátttöku á alþjóö- legu móti í Noregi n.k. sumar. Tími: 1-14. ágúst 1. 7. ágúst á heimili en á mótinu frá 7-14. ágúst. Staður: NORDTANGEN, þjálfunar- miðstöö KFUK skátanna um 8 0 km norður af Osló. Leyfileg þáttt.: 10 skátast. og einn til tveir foringjar. Þátttökugjald: Mótsgjald N.kr. 250,- Ferðakostnaður frá Osló til Nordtangen og til baka um N.kr. 45,-. Tungumál: Allir verða aö geta talað ensku. Dagskrá: listir og verkefni, leiklistar verkefni, sólarhrings hike, varð- eldar og fl. (Lutherskar helgiathafnir). Otbúnaður: Persónulegur út- búnaöur og svefnpokar, tjöld og mataráhöld munu verða útveguð. Löndum sem veröur boöið: Bretland, U.S.A., Kanada, Finland, Frakkland, Luxemborg, Island og Sviss. Þátttökutilkynningar verða að berast fyrir 20. janúar 1976. 21

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.