Alþýðublaðið - 07.02.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.02.1924, Blaðsíða 3
A£.»Y&tfBEÁ'ÐX& á N. Lenin. Eítir Hendrilc J. S. Ottósson. 21. þ. m.1) lézt Lenin. Er með honum fallinn kraftmesti og ó- beygjanlegasti foringi verkalýðs- hreyfingarinnar, — sá, sem bur- geisaiýðurinn óttaðist mest, en dáðist jafnframt mest að. Undan- farið 1 x/2 ár hefir hann verið sjúkur, einkannlega síðastliðið ár, en var talinn á batavegi. í fyrra vetur fékk hann hjartaslag, en nú kom til heilablóðfall, sem reið honum að fullu. ( Lenin hét fullu og réttu nafni Vladitnir lljitsch TJljanov. Hann var fæddur 10. apríl 1870 í bæn- um Simbirsk í samnefndu land- stjóraumdæmi. Faðir hans, sem var af aðalskendum bændaættum, var fræðslumálastjóri þar. Að afloknu undirbúningsnámi 1887 innritaðist Lenin í háskól- ann í ICazan og las þar lög. Sama ár lézt faðir hans. Eldri bróðir hans, Aleksandr, komst um þær mundir í hendur lögreglunnar ásamt íjórum öðrum fyrir sam- 1) Þ, e. janúar, er greinin er rituð. særi gegn Aleksandr III. keisara. 8. maí 1887 voru þeir Aleksandr og félagar hans, Generalov, Andrei- usckin, Ossipanov og Schevyriov, hongdiv í fangelsiskastalanum Schlússelburg. Aleksandr hafði verið óskabarn móður sinnar, enda þótti öllum. er honum kyntust, mjög vænt um hann sakir mann- kosta hans. Eftir aftöku bróður síns tók Lenin að hafa afskifti af byltinga- hreyflngunni, er þá var í algleym- ingi sakir afturhaldsstefnu keisar- ans. Hann var rekinn úr háskól- anum og útlægur ger úr Kazan. flann taldist til sama fiokks og Aleksandr bróðir hans. Flokkur þesBi, >Narodnaja volja< (þjóðar- viljinn), var stofnaður um 1870 og dró nafn sitt af samnefndu blaði, sem hann gaf út. í honum voru margir mérkir byltinga- menn, sem þá höfðu á hendi for- ystu bænda og verkamanna, svo sem Scheljabov, Ryssakov, Sofija Perovskaja o. fl. Hann áttl þátt í aftöku Aleksandrs II. keisara (1. marz 1881). Pótt flokkurinn eftir þessu væri að nokkru leyti >terroristiskur<, var stefna hans ekki ákveðin, — gæti líklega helzt talist >frjálslyndur< (liberal). >Terrorisminn< var ekki við skap Lenins; — morð á einstökum Bjarnargreifarnir, Kvenhatai-, inn og Sú þriðja fást í Tjarnar- götu 5 og hjá bóksölum. Gott fæði fæst á Barónstíg i z (niðri). Á nýju rakarastofunni í Lækj- argötn 2 fáið þið bezta og fljótasta afgreiðslu. Einar og Elías. mönnum (individuel terror) er ekki í anda jafnaðarstefnunnar. Um þessar mundir voru fang- elsin í Rússlandi full af byltinga- mönnum og frjálslyndum menta- mönnum, níhilistum, en dagar nihilismans voru taldir. Lenin sá, að baráttan gegn keisaravaldinu var engan veginn aðalatriðið, held- ur bylting verkalýðsins gegn auð- váldinu. Hann komst því að þeirri niðurstöðu, að kenningar Karl Marx myndu eiga eins við í Rúss- landi og í Vestur-Evrópu. Stefnu- laus barátta með skammbyssum og sprengikúlum væri til lítils gagns, ef verkalýðurinn stæði ekki sam- einaður. 1890 hóf hann ásamt gáfuðum verkamanni, Ivan Vassilievitsch Hdgar Ric® Burroughs: Sonur Tarzons. ástœöur. í fyrsta lægi sá hann, a5 framferöi Morisons fóll að nokkru saman við þá ætlun hans að nema stúlk- una á brott. Hann varð að snúa þvi sér i hag- á ein- hvern hátt. Hann gat að minsta kosti haldið i við þau og séð um, að Morison næði henni ekki. Hin ástæðan átti rót sina að rekja til atviks, er gerst hafði i ‘búðum hans nóttina áður; — hann hafði ekki minst á það atvik á bænum, þvi að það hefði getað leitt til nánari kunningsskapar pilta hans og húslcarla Bwana, en Hansön var ekki gefið um slíkan kunningsskap. Atvikið, er hann hafði þagað um og rak hann nú á eftir stúlkunni, hafði gérst að honum fjarverandi. Piltar hans sátu kringum varðeldinn, umkringdir skiðgarði, þegar ljón stökk eins og’ leiftur á meðal þeirra og greip einn þeirra. Ilugrekki og’ snarræði fólaga hans björguðu honum, en ekki gátu þór rekið ljónið af höndum sór fyrr en eftir alllangan bardaga. Hanson víssi af þessu, að mannæta var komin á þetta svæði; hann hafði lika hálfri stundu áður heyrt hungrað ljón öskra, og var i engum vafa um, að það elti Meriem og Morison; hann bölvaði asnaskap Englend- ingsins og keyröi hestinn sporum. Meriem og Morisbn Baynes höfðu stanzað i rjóðri; hundrað föðmum fyrir aftan þau lá Númi i hnipri i kjarri; gulgræn augun gneistuðu, og skottið sveiílaðist til; haun mældi fjarlægðina til bráðarinnar; hann var að hugsa um, hvort hann ætti að reyna að stökkva, eða átti hann að biða ögn, eí þau færðu sig nær? Hann var glorhungraður; hann var lika sterkur; hann mátti ekki við þvi að missa bitann vegna fljótfærni; hefði hann kvöldið áþur beðið, unz svertingjarnir sváfu, hefði hann nú verið vel á sig kominn. Bak við Núma settist sá upp á greininni, er hann svaf á, sem fundið hafði þef hans og mannanna; fyrir neðan hann sveiflaðist grár rani fram og aftur. Dýrið i trénu urraði lágt og stökk á bak hinu dýrinu; hann hvislaði i hið stóra eyra Tantors: fillinn hóf upp ran- ann og sveiflaði honum til, svo að hann fyndi þefinn, sem hann var varaður við. Aftur var hvislað i eyra hans, og hann lagði hljóðlega af stað i áttina til Núma, og Tarmangananna, sem vinur hans hafði fundið þef- inn af. Þefurinn jókst æ meir þvi lengra, sem þeir fórú. Númi var orðinn óþolinmóður. Skyldi hann þurfa að biða lengi enn þá? Hann barði skottinu ákaflega. Maðurinn og stúlkan vissu ekki um hættuna og ræddust við i rjóðr- inu. Hestar þeirra stóðu þótt saman. Morison hafði náð i hönd Meriem og hélt i hana, meðan hann rendi ástar- orðum i eyra hennar. Meriem hlustaði. „Komdu með mér til Lundúna,“ bað Morison. „Ég get safnað saman fylgdarliði,\ og við getum verið komin heila daglcið áleiðis til strandar, áöur en þau vita, að við erum farin.“ „Hvors vegna þurfum við þá leið? spurði mæriu. „Bwana og My Dear myndu eldcert hafa á móti giftingu okkar.“ „Ég get eltki alveg strax gifzt þér,“ sagði Morison; „fyrst þarf að fullnregja vísum formsíitriðum; — þú skilur þaö ekki. Það verður alt i lagi. Við fðrum tii

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.