Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 4

Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 4
ff Afkimar ^ i3 hugmyndabúrsins Fyrir nokkrum árum minntist ég á hiö hug- myndafræðilega búr sem skátahreyfingin er í. Búr þetta er enn jafn lokað og áður var. En ég tel fulla ástæðu til að skyggnast út í afkima þess og leiða fram nokkrar staðreyndir um þá. Úti um landið er margir litlir staðir, þarsem reynt hefur verið að reka skátastarf. Á sumum þessara staða hefur þetta gengið, vegna at- orku 1-2 einstaklinga sem hafa lagt allan sinn starfskraft og tíma í starfið. Þegar þessir dugmiklu einstaklingar hverfa úr bænum, veikjast eða geta ekki sinnt málefnum félags- ins lengur, þá eru félögin nánast dáin. Með þrautseigju og erfiðleikum hafa shmdum ris- ið upp aðrir einstaklingar í stað hinna. En alltof oft skeður það að félögin deyja út. Fyrir þessu eru ýmsar orsakir. Ein þeirra er vanmáttur heildarsamtaka okkar, B. f. S. önnur aðalorsök þessa, er að aldursskipting og starfsemi er ekki að neinu leyti hugsaöur fyrir staði, sem missa flesta unglinga burt um 16 ára aldur. Ekkert er hugað að aðstæðum þessara félaga við gerð og skipulag á starfs- áætlunun skáta. Það er reyndar furðulegt að ekki hafi verið gerð athugim á þjóðfélagsaðstæðum í dag 70 árum eftir að skátastarf hófst. Út frá þessu vil ég benda á, að ég tel vera í meginatriöum þrenns konar aðstæður í okkar þjóðfélagi sem taka verður tillit til ef okkiu á að takast að efla skátahreyfingima í landinu. í fyrsta lagi: Smærri staðimir úti á landi, þar sem unglingamir verða að flytja burtu um 16 ára aldur til framhaldsnáms. Þar er atvinna líka gífurlegá mikil, unglingar jafnt sem full- orðnir vinna þegar möguleiki er. Þar hentar greinilega hvorki aldursskipting né niður- röðun námsefnis. I öðru lagi: Stærri staðir svo sem Akmeyri og ísaf jörður. Okkar kerfi virðist helst miðast við aðstæður þeirra. Þar em nokkrir fram- haldsskólar og atvinna ekki eins gífurleg. Samkeppni á sviðum tómstundastarsemi virðist ekki vera eins mikil þar og einnig em mjög þægilegar aðstæður og stutt að sækja útilíf án mikils kostnaðar. í þriðja 'agi: Höfuðborgarsvæðið þar sem samkeppni í tómstundastarfi er gífurleg, að- staða til útilífs er lengra frá og dýrt að stimda slíkt. Lifnaðarhættir með öðm sniði og sífelld fækkun bama og mikil færsla búsetu á milli hverfa. Með þetta í huga ætti stjóm B. í. S. að beita sér fyrir könnunum og nýrri uppbyggingu með hliðsjón af mismunandi þjóðfélagsað- stæðum og breytingum þeim sem orðið hafa á þeim 70 árum sem liðin em síðan skátastarf hjófst. Með skátakveðju, Bjöm Finnsson o

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.