Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 5

Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 5
,,Við varðeldana voru skátar, palavú" hljóm- aði hátt og kröftuglega í Félagsheimili Sel- tjamamess 4. nóvember síöastliðinn, þegar Selsingar, yngsta skátafélag landsins, hélt þar upp á eins árs afmæli sitt, en félagiö var formlega stofnað 2. nóvember 1977. Þetta fyrsta ár í sögu félagsins var starfsamt og viðbuðaríkt, og er Ijóst, að með þvi hefur verið lagður traustur gmnnur að skátastarfi á Seltjamamesi. félagar í Selsingum em nú 70—80 talsins, sem starfa í 8 flokkum og 2 flokkum ljósálfa og ylfinga. Nýlega var stofn- uð dróttskátasveit, sem hlotið hefur nafnið Aquarius, og er mikill hugur í öllu þessu liði. Þegare hefur verið farið í nokkrar útilegur á þessu hausti, og flokkakeppni er í fullmn gangi. Félagsforingi er Gústaf Þ. Einarsson, ritari Kristín Halldórsdóttir, gjaldkeri Haukur Jón- asson og meðstjómendur Grímheiður (Heiða) Jóhannsdóttir, Viggó Þráiqsson og Jóhann ÓLafsson en þeir síðastnefndu em jafnframt sveitarforingjar. Aðalmál félagsins, eins og allra ungra skáta, er að sjálfsögðu húsnæðismál. Félagið hefur til umráða eitt lítið fundarherbergi í kjallara Félgasheimilisins og veröur raunar að deila því með íþróttafélagi bæjarins. Dróttskátasveitin er hins vegar að búa um sig í bílskúr heima hjá einum félagsmanna. Framtíðin er þó vissulega spennandi, því bú- ið er að lofa félaginu aðstööu í kjallara heilsugæslustöðvar, sem verið er að byggja á Nesinu, og standa jafnvel vonir til, að sú að- staða verði tifbúin undir tréverk á miðju næsta ári. Þá em Selsingar ákveðnir í þvi að draga ekki af sér við hamarshögg og máln- ingu og hætta ekki, fyrr en viðunandi hús- næði er fengið. Afmælishátíðin var í hefð- bundnum skátastíl með miklum söng og skemmtiþáttum, sem flokkamir skiptu með sér. Auðvitaö vom svo "innbyrtir nokkrir tugir lítra af kakói og einhver ósköp af stríðs- tertum, sem skátamörhmur lögðu til. Páll Gíslason, skátahöfðingi, færði fé- laginu áttavita í afmælisgjöf, og Guömar Magnússon afhenti félaginu boröfána með merki Seltjamamess fyrir hönd bæjarstjóm- ar. Félagið hefur nýlega látið gera félags- merki, sem Ámi Friðriksson teiknaði. Þaö var fullgert rétt fyrir afmælið, og gátu margir bor- ið það við það tækifæri. O

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.