Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 10

Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 10
Vifilsbúð Vífilsbúð er skáli, sem lítið hefur farið fyrir hingað til, en það er vonandi að sem flestir eigi eftir að heimsækja hann oftar en einu sinni. Skálinn er í eigu Skáta- félagsins Vífils í Garðabæ, og er staðsettur í Urriðakotslandi, rétt utan við Heiðmörk. Mikið kapp hefur verið lagt á að gera skálann sem best útileguhæfan og hefur það tekist mjög vel. Skálinn er hentugur fyrir 15—20 manns, en hann er einnig góð- ur fyrir smærri hópa. í skálanum er mjög góð lýsing svo og eldunaraðstaða. Hann er kyntur með ami og gastækjum, svo engum ætti að verða kalt. Umhverfið er mjög hentugt fyrir alls konar skátastarf. Þar em fjöll, hraun, vötn og sléttar flatir. Hvers meira er hægt að óska sér? Vonandi dugar þetta, kæri lesandi, til að þú drífir þig með flokkinn þinn eða sveitina þína til að sannfærast um að skálinn standi fyrir sínu. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Bára Kristmundsdóttir í síma 43678. o

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.