Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 11

Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 11
Það var fyrir rúmum þrjátíu árum. Þeir voru nokkrir saman, ungir og hressir skát- ar, sem kölluðu sig Labbakúta. Þeir höfðu fengið sig fullsadda af bæjarlífinu og öllu sem því fylgir, hávaðanum, stressinu og öllum þeim boðum og bönnum sem ein- kenna bæjarlífið. Þeir höfu fundið lausn- ina. Að byggja sér skála uppi á Hellis- heiði, það var einmitt það sem þeir gerðu. Þarna stendur hann svo í hliðinni, bless- aður, hallandi undir flatt, rauður með sínu græna, glánsandi þaki. við félagamir í D. S. Pegasus fréttum af Kútnum þarna uppfrá, auðum og yfirgefn- um. Eftir nokkur símtöl og bónarferðir, var skálinn kominn í okkar umsjá. Kútur er mjög hentugur fyrir 8-10 manna hópa. í honum em 4 breiðar kojur og dýna á gólfinu. Einu sinni vomm við tuttugu og tvö í skálanum, en ekki hvetj- um við fólk til að stunda slikt, því segja má að þá hafi mýsnar ekki getað þverfótað fyrirfólki. Eldhúsið er ágætt og í því er góð eld- unaraðstaða, auk þess sem upphitun í skálanum er einnig góð. Geta má að kam- arinn er einn sá stærsti sem um getur, en það stendur til að afmarka hann næsta sumar. Góðkunningi skálans orti einu sinni: I Heiðar kasti og heljar stuði við heimtum nú að komast út. Að vinna afrek, vera í puði, að vera saman uppi í Kút. A.H. Jæja, góðir skátar, hvemig væri að rifja upp gömlu Heiðarrómantíkina með því að skella sér upp i Kút? Flokkar, klíkur, nefndir, sveitaráð og jafnvel félagsstjórnir, því ekki það? Allar upplýsingar gefur: Benjamin Ámason, Árbúum, Sími 75736. o

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.