Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 12

Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 12
LOST ,,Lost er blóðrásartruflun og er ýmist um löm- un minni slagæða og háræða að ræða, vegna áverka á ósjálfráða taugakerfið eöa blæðing- ar, hvort heldur út úr líkamanum eða inn í mjúka parta eöa holrúm. f báðum tilvikum minnkar blóð það sem er í umferð blóðrásar- innar er og stafa losteinkennin af því." Þannig segir í „Lækningabók handa sjó- mönnum'' í kafla Ólafs Jóhannessonar lækn- is. Ennfremur segir þar: „Hætta er á losti við stór brunasár, innvortis meiðsl, blæðingar og beinbrot, snögga ofkælingu eða ofhitun. Lost fylgir einnig ýmsum sjúkdómum, svo sem kransæðastíflu, ofnæmi, magasári, sem rifnar og fleira." Til að fyrirbyggja frekara lost og um meðferð sjúklings í losti, segir í sama kafla: „Stöðva skal blæðingar sem fyrst, draga úr sársauka, hughreysta hirrn slasaða og telja i hann kjark." Á meðan sjúklinur í losti bíður eftir læknis- hjálp, sem er mjög áríðandi, er hann lagður á bakið, með lægra undir höfði og herðum en neðri hluta líkamans, til að auka blóðrennsli til heilans. Fótum er þó ekki lyft, sé hann brotinn á ganglimum og verði hann meðvit- imdarlaus, er hann lagður í líflegu með lágt undir höfði. Umbúðirog áhöld: 3 stk. sárabindi, 40 mm breið 3 stk. sárabindi, 70 mm breið 1 pk. bómull, 20 gr. lpk. sáralín, 20x20 1 pk. skyndiplástur, 1x4 1 pk. skyndiplástur, 1x6 1 dós skyndiplástur 1 rl. heftiplástur 1 stk. teygjubindi 2 stl. sárabögglar 1 dús lásnælur 1 stl. skæri 1 stk. flísatöng 2 stk. þríhymur Lyf til útvortis notkunar: 1 gl. Merbrominlausn (sáravatna) 1 tb. Benzalkólábruður (sótthreinsandi) 1 gl. Glyceolfenol (eymadropar) Lyf til innvortis notkunar: 1x50 Magnyltöflur 1x50 Brjóstsviðatöflur MUNIÐ AÐ ENDURNÝJA innihald sjúkra- kassans, heima hjá ykkur, í bílnum og í skáta- skálanum.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.