Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 14

Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 14
Uppbj Ulfljó Laugardaginn 21. október stóö til aö halda ráöstefnu um Úlfljótsvatn og var aldeilis tími til kominn, en þar sem ég gat ekki verið viö- staddur, en hef aftur á móti mikinn áhuga á staðnum og framtíð hans, tel ég mig skyld- ugan til aö koma hér á framfæri hugmyndum mínum um uppbyggingu staöarins. Og hér koma hugmyndimar: Friöa hlíðina frá KSÚ inn að Fossá. Girða meðfram veginum inn að Fossá og upp með Fossá að sunnan 300-400 metra og síðan eftir línu að vatnstanki og þaðan niður að veg- inum. Friða Borgarvík og hefja skógrækt í hlíð- unum meðfram víkinni. Þurrka upp neðsta hluta víkurinnar með lokræsi. Rækta upp svæðið frá salemishúsinu og niður að vatni. herta og slétta, sá síðan í það harðgerðu grasfræi. Rækta upp með sama hætti svæðið fré varðeldalautinni og niður að vatni. A þessum tveim stöðum er hægt að fá mjög góð tjalsvæði. Eftir að búið er að rækta upp svæðin við salemishúsið og varðeldalautina, er nauð- synlegt að herfa upp og slétta austurtúnið við DSÚ og að salemishúsinu. En það tún er orð- ið mjög illa farið. Jafnhliða endurræktun á aústurtúninu, þarf að hefja ræktun skjólbelta meðfram girðingunni frá hliðinu inn að DSÚ og niður að vatninu. Halda þarf áfram að endumýja girðingar við DSÚ og friða allt svæðið fyrir kindum og hestum. Reisa lítinn útileguskála við Fossá, koma þar upp salemis aðstöðu og hafa þar svæði fyrir hjólhýsi og tjaldbúðir. Til fjármögnunar á skógrækt við Fossá og Borgarvík og skjólbeltagerðar við DSÚ væri mögulegt að selja límmiða sem kostuðu and- virði einnar plöntu + framleiðslugjald mið- ans, hægt væri að hafa sölukeppni milli fé- laga, sveita eða flokka. Kanna þarf allar leiðir til að fá styrki til nýræktar og friðunar hjá ræktunarsambandi, búnaðarfélagi, Landvemd, Stofnlánasjóði o. fl. Gerða þarf nú í vetur 3—5 ára áætlun um o

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.