Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 17

Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 17
4 að vakna ýmsar spumingar, eins og: Er drótt- skátastarf ekki raunhæft á Íslandi? Er sof- andaháttur að drepa niður dróttskátastarf? Em félagsstjórnir ekki starfi sínu vaxnar? Er ekki bráð nauðsynlegt að skylda félags- stjómir á námskeið? Hvað um það, þróunin í Reykjavík er orðin hættuleg og maður veltir því oft fyrir sér til hvers SSR sé. Við verðum að fara að athuga málið í alvöm. Og að læokum, vitið þið hvað langt er siðan síðasta drótt- skátaforingjanámskeið var haldið? Og vitið það hve margir sóttu um námskeiðið nú í haust? Peir sem hafa áhuga á að vita þetta geta fengið svörin hjá dróttskátaráði. SNJOHÚS Pegar byggja skal snjóborg þarf að velja stað þar sem snjórinn er þéttur, helst um c30—40 cm lag af þéttum snjó. Gmnnstæð- ið er ákveðið með því að snúra er fest um | hæl og hringurinn rissaður. Snjóþynnum- ar þurfa að vera jafnar og vel lagaðar. Agæt stærð er 40—50 cm og þykktin eftir I snjólagi, ca. 25-40 cm. Best er að nota [ grófa sög eða spaða til skurðarins. Þess verður að gæta að samskeyti blokkanna standist ekki á. Einnig þarf að I halla blokkunum innávið þannig að húsið verði kúpt. Að lokum verður þá hring- myndað op efst á kúpunni og er felld í það | snjóskífa. Jafnóðum og hlaðið er, verður að sníða I allar ójöfnur af hverju lagi og troða snjó í glufur. Dyraopið er gert síðast. Best er að grafa I göng út úr borginni og mega þau gjaman vera nokkuð löng, t. d. 2-3 metrar. Ef I hægt er, ættu göng þessi að vera það djúp I að loftið á þeim sé lægra en gólfflötur | snjóborgarinnar. o

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.