Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 23

Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 23
Ert þú í betri stígvélum? Ég skai bera dótið yfirfyrirþig. -0- Hvað tekur langan tíma að steikja mat? Brauðið = 15—20 mín. Pylsur = 10 mín. 1 1/2 dl. mjólk. Þetta er allt sett í skál og hnoðað. Rúll- uð upp pylsa og búnir til hringir sem síðan eru settir á tein og steiktir yfir eldi. Pylsur steiktar á teini. Þegar pylsur eru steiktar er gott að hafa tein eða grein sem er í laginu eins og gaffall. Ef grein er notuð, verður að tálga af henni allan börk, og hita svo greinina yfir eldi þar til hún er þurr. Það er hægt að steikja kartöflur á teini. Og fisk líka. Nú er boðið til veislu og við ætlum að hafa fisk. Fiskur, kartöflur, tómatar, sítróna er sneidd niður og sett í álpappír. Krydduð, og pappírnum vafið utanum og steikt yfir eldi. Og þið ættuð bara að vita hvað þetta er gott - namm. Álpappir er gott að hafa með sér í útilegu. Það er hægt að búa til potta og pönnur úr honum. Líka er hægt að setja kjöt og kartöflur í bitum á álpappír, og krydda eftir þörfum. Vefja síðan pappírinn utan um og sjóða yfir eldi. Ef þið sjóðið mat svona, þá verður að taka híðið af kartöflunum fyrst. @

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.