Foringinn - 01.10.1979, Blaðsíða 4

Foringinn - 01.10.1979, Blaðsíða 4
Ylfingar og ljósálfar Allar sveitir ættu aö eiga mjög auövelt meö að fara skemmtilega f jöruferð, eða meöfram á eða læk, þar sem hver og einn safnaði sæ- börðum skemmtilegum steinum í mismun- andi litum og að lögun. Auðvitað væri nesti með, Ef veðrið væri gott mætti búa til hlóðir og lofa öllum að grilla sér pylsu, en ef það rignir, sem er alveg ágætt í fjöruferð, þá er það heita kakóið sem best er að hafa með sér. Ymsir leikir og söngur eru á dagskrá. Ein- hverjir snjallir fengju það verkefni að skrifa ferðasögu fyrir næsta fund. Næsti fundur yrði síðan notaður til að búa til steinatröll, eða karla og kerlingar úr fjörugrjótinu. Hand- leggina má hafa úr pípuhreinsurum, tágum eða leöri, annars eru handleggir ekki nauð- synlegir. Steintröllið. getur síðan staðið á trjábút eða fjöl, og fallegt er að mála á það föt og andlit. Ferðasagan yröi svo lesin í fundar- lok. Ljósálfar og ylfingar eiga ekki eingögnu að hugsa um sjálfa sig. Þeir þurfa að læra tillits- semi við aðra, og væri ekki tilvalið að hver og einn fyndi smá verk á sínu heimili, sem það óumbeðið sæi um. Hægt væri að skipta um verk mánaðarlega, svo þetta yrði fjölbreytt- ara. Þetta gæti t. d. verið: að sjá um að bað- vaskurinn og spegillinn væri alltaf hreinir, sópa stétt, tröppur og svalir, halda eld- húsglugganum hreinum, halda útihurð og bílskúrshurð hreinni, o. s. frv. Ef sveitin er samstæð og foringinn treystir sér til væri þroskandi fyrir hvert bam að komast í samband viö fatlað fólk eða á ein- hvem hátt skert bam, eða fullorðinn, sem sveitin gæti boðið á fimd og reynt á ýmsan hátt að gleðja og hjálpa, allt eftir aðstæðum. Það myndi vekja til umhugsunar og umræðu a mismunandi aðstöðu manna í lífinu. Það gæti verið gaman fyrir sveit að eignast vinasveit í sama eða nærliggjandi byggð- arlagi, svo heimsókn gæti átt sér stað, og hægt væri að skiptast á leikjum og fróðleik, og fyrir foringjann yrði það ávinningur. í von um gleðilegt starf í vetur, Með skátakveðju, Ingibjörg Þorvaldsdóttir o

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.