Foringinn - 01.10.1979, Blaðsíða 15

Foringinn - 01.10.1979, Blaðsíða 15
ÞRYMUR Skátaskálinn Þrymheimai eda Þrymur eins og hann er yfirleitt kalladur, stendur í jadr- inum á Orustuhólshrauni á Hellisheiöi. Segja má ad skálinn sé staösettur í „Paradís göngu- garpsins”. Gangi maður upp á Hengil má sjá vítt og breitt, t. d. til Úlfljótsvatns og Þing- valla. Til Reykjadals er eins og hálfs til tveggja tíma ganga. Þar er tilvalið aö fara í bað jafnt sumar sem vetur. Þar renna saman heitur hveralækur og kcddur bergvatnslækur, svo maður getiu bara valið sér hitastig. Þrymur rúmar 24 í kojur en alls geta 50-60 manns sofið í honum. Lágmarksaldur á sumr- in er 15 ár. Fyrir þá sem hafa áhuga á skíðum má nefna að landssvæði í nágrenni Þryms er eins og búið til fyrir skíðagöngu. Og þá er bara að drífa sig í að panta skálann hjá Kristni Hallgrímssyni og fara svo í Hellis- heiðarútilegu. ©

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.