Foringinn - 01.10.1979, Blaðsíða 17

Foringinn - 01.10.1979, Blaðsíða 17
Á síðasta skátaþingi var samþykkt að leggja starfsráðin niður og setja á fót sameiginlegt starfsráð. f sjálfu sér er ekkert skrýtið að þessi tillaga komi fram, en þessari tillögu átti að vísa til bandalagsstjómar. Ástaeðan fyrir því er sú að á sameiginlegum starfsráðafundum hafa farið fram umræður um skipulagsbreyt- ingar á starfsráðunum, en nú hefur veriö skorið á þessar umræður og starfsráðin lögð niður. Par sem D. S. ráð var lagt niður áður en það gat lagt fram tillögu að skipulagsbreytingu á starfsráðunum, á sameiginlegum starfsraðs- firndi, veröur tillaga kynnt hér. Starfsráðin (ylfinga- ljósálfa- áfanga- og dróttskátaráð) verði skipuð 3 mönnum sem aftur skiptast niður í prógramráð, útgáfuráð, PR-ráð og foringjaþjálfunarráð. Einnig skip- ar stjóm B. f. S. 2 menn í hvert þessara ráða sem nefnast framkvæmdaráð. Framkvæmda- ráðin halda fundi hálfsmánaðarlega en starfsráðin halda fundi á 6 vikna fresti. Sam- eiginlegir fundir starfsráðanna verða síðan tvisvar á ári. Verkefni starfsráðanna verður að fylgjast með starfinu í landinu og gera tillögur til úr- bóta. Þá falla undir starfsráðin ýmis sérmál hverrar starfseiningar. Verkefni prógramráðsins verður að semja starfsprógram fyrir hvert starfsár og að sjá um framkvæmd þeirra hða sem snúa að stjóm B. í. S. Verkefni útgáfuráðsins og PR-ráðsins er að gefa út og hafa eftirlit með blaðaútgáfu B.f. S. Sjá um áróður B. f. S. bæði inn á viö og út á við. Einnig skal ráðið sjá um erindrekstur. Verkefni foringjaþjálfunarráðs er að sjá um skipulagningu og framkvæmd foringjaþjálf- unar sem er í höndum stjómar B. í. S. svo og hafa eftirlit með flokksforingjaþjálfun. Verkefni sameiginlegra funda starfsráð- anna er að fylgjast með störfum ráðanna Einnig fellur undir sameiginlega starfs- ráðafvmdi sameiginlegt starf eins og lands- mót og skátaþing þ. e. a. s. tillögugerð til stjómar B. í. S. Sérráð eins og alþjóðaráð, radíóskátaráð og sjóskátaráð sitja sameig- inlega starfsráðsfundi. Annar æðsti skáta- höfðingi stjómar þessum fundum og er full- trúi gagnvart stjóm B. í. S. Æskilegt er að sameiginlegir starfsráðafundir standi yfir helgi. Gamla sagan endurtekur sig, hluturinn er lagður niður áður en eitt- hvað nýtt tekur við. Maður hefði haldið að búningamáliö og breytingin á áfangakerfinu hefði sýnt að önnur vinnubrögö væm betri. Hvað emð þið, sem samþykktuð þessa til- lögu eiginlega að hugsa? Pegar undirbún- ingur undir næsta starfsár ætti að vera í fullum gangi hjá starfsráðunum leggið þið þau niður án þess að nokkuö sé fyrir hendi til að taka við. Eim eitt fómarrúmið. Dróttskátaráð hefur nú starfað í 6 ár. Pað hóf göngu sína 17. febrúar 1973, en þá haföi ekki verið starfandi starfsráð í nokkur ár og dróttskátastarfið í þó nokkrum molum, mikil óánægja með Forsetamerkið, engin gögn til opinberlega um starfið eins og til dæmis for- ingjahandbók og starfshugmyndir. Það fyrsta sem D. S. ráðið gerði var að kynna sér sér starfið með heimsóknum til félaganna og gefa út forgjahandbók og bækling um D. S. starf. Pá lagði ráðið mikla áherslu á starfshug- myndir í FORINGJANUM, einnig vom skil- yrði fyrir að fá forsetamerkiö endurskoðað og þá var farið í öilu eftir óskum starfandi drótt- skáta. Síðar meir þróaðist starfið út í að bjóða upp á sameiginlegt starf og var það í öllum tilvikum þannig að D. S. sveitir eða fuUtrúar frá þeim tóku að sér að sjá um framkvæmd. Tilgangur með þessu var tvíþættur, að koma með nýjungar og að auka samstarf og kynni milli sveita og má segja að báðir þessir O

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.