Foringinn - 01.10.1979, Blaðsíða 23

Foringinn - 01.10.1979, Blaðsíða 23
jurtagróðri hvar sem sylla var í dalbotninum — ég trúði fyrst ekki mínum eigin augum! — Þaðraukuppúrlítilli sundlaug, semmúruð er upp við klett og vatn leitt úr brennandi heitri laug eða hver rétt hjá. Sundlaugin er mjög þokkaleg og snotur - sú fallegasta sem ég hef séö - Steyptur garður og klöpp í botni, meira en seilingarhæð mín á dúpt, þarsem dýpst er. Sundskýli er líka steypt þar hjá. Seljavalla- laug kvað hún heita. Ekkert mannsbam var í lauginni eins og nærri má geta, allir við bni- arvígsluna, sem áttu heimangengt undir Eyjafjöllum. Ég sleit utan af mér blautu fötin, vatt þau upp úr hvemum og vafði þau utan um brennheitar pípumar, sem vatnið er leitt í til sundlaugarinnar. Synti svo í lauginni, þvoði mig og rakaði, svo ég varð eins og ný- sleginn túskildingur. Fötin mín urðu skrauf- þurr á pípunum á meðan. Ég var svo hress og óþreyttur eftir þetta að ég hefði getað lagt upp í nýja fjallgöngu. En ég labbaði nú á- leiðis til tjaldsins míns ... og svaf þar eins og ævinlega, ef ekki er því meira óveður og kuldi. I morgun þegar ég skreið undan tjald- skörinni fannst mér bara ergilegt að sjá allan Eyjafjallajökul ljóma í sólskini upp á efsta tind — aö hann skyldi ekki geta verið svona í gær! Guðmundur Kjartansson ©

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.