Foringinn - 01.10.1979, Blaðsíða 27

Foringinn - 01.10.1979, Blaðsíða 27
Bjargey Ingólfsdóttir, einn startskrafturinn, var mjög ánægð með dvölina á Úlfljótsvatni þetta sumarið og’ kvaðst mikið hafa lært í mannlegum sam- skiptum. í fyrsta skipti á ævinni fékk hún að snoða tvo diróttskáta sem komu í heimsókn. Stefán Baxter, Baldur, Daníel Freyr, Siggi og Bergur voru að fara í markferð. Þeir sögðust vera mestu gæjamir á staðnum, og auðvitað voru þeir búnir að skemmta sér æðislega vel. Þeir höfðu farið í bátsferð, þar sem Baldui varð votur. Og svo fóru þeir í frábæra kirkju- férð. Því miður varð ekkert úr Indíánaleikn- um, því allt hrundi, en það hefði orðið skemmtilegt. Nú í vetur er ætlunin aö halda nokkur góð sémámskeið fyrir alla 15 ára og eldri. Lögð verður áhersla á að hafa góða leiðbeinendur á þessum námskeiðum. Og þá er bara að vona að þátttaka verði góð. Hvað með þig? Hefur þú áhuga á að fara á eitthvert neðantalinna námskeiða? Pældu í því og gleymdu ekki að tilkyrma þátttöku með góðum fyrirvara, jafn- vel strax í dag... 2.-4. NÓVEMBER: Fjallamennska 1. Kennt verður: Meðferð áttavita, útbúnaður, sig og klifur. 5.-10. NÓVEMBER: Hjálp 1 viðlögum, kvöldnámskeið. Viðurkennt sem námskeið 1 af Rauðakrossi íslands. 23.-15. NÓVEMBER: Fjallamennska 2. Gistí tjöldum. Kennt verður: Meðferð á ísöxum, mannbroddum og líflín- um. Þá verður farið í undirstöðuatriði í sam- bandi við fjallaferðir í snjó og jöklaferðir. 30.NÓV.-2.DES: Vetrarskátvm 1. Á þessu námskeiði verður aðallega farið í undirbúning og framkvæmd á skálaútilegu að vetri til og þá sérstaklega á fjallaskála Lögð verður áhersla á að fara í öryggisatriði og þau atriði sem gera dvöl í skála sem ánægjulegasta. Skálastjómum skal bentá, að á námskeiðinu verður farið í mörg atriði sem þær þurfa að kunna. Eftir áramótin verða eftirtalin námskeið á boðstólum. Nánari dagsetningar á þessum námskeiðum verða auglýstar um áramótin. Tjáldbúðastjóm: Námskeið þetta er ætlað fyrir tjaldbúðastjóra á félagsmótum og stæni mótum., Varðeldanámskeið. Leiklistamámskeið. Ratleikjanámskeið. Á þessu námskeiði verður farið í undirbúning og framkvæmd á hinum algengustu rat- leikjum. ©

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.