Bændablaðið - 18.03.1997, Side 2

Bændablaðið - 18.03.1997, Side 2
2 Bœndablaðið Þriðjudagur 18. mars 1997 Lækkaðu kostnaöinn - bættu lífskjörin með Vildarkjörum Útboö á girðingarefni Verulegur áhugi er fyrir útboði á giröingarefni. Það stendur því til að Vildarkjör bjóði út girðingarefni í vor. Þeir, sem vilja fylgjast með þvl og taka þátt, eru beðnir að hafa samband símleiðis eða á faxi fyrir 12. apríl nk. og gefa upp áætlaöa þörf (án skuldbindinga) fyrir net, gaddavír og staura o.s.frv. Upplýsingar um hagstæðasta tilboðið verða sendar áskrifendum, sem þurfa þá að taka afstöðu til þess, hvort þeir nýti sér tilboðið. Útboð á málningu Vildarkjör munu bjóða út málningu, ef nægur áhugi er fyrir hendi. Ef þú ætlar að mála í sumar, hvort heldur er úti eða inni, hafðu þá samband og gefðu upp áætlaða þörf á málningu (án skuldbindinga) fyrir 19. apríl nk. Þegar tilboð liggja fyrir verða upplýsingar um hagstæðasta tilboöiö sendar áskrif- endum, sem þurfa þá að taka afstöðu til þess, hvort þeir nýti sér tilboðið. Fjárhúsristar-verökönnun Nokkrir bændur, sem þurfa að endurnýja fjárhúsristar hjá sér, hafa beðiö Vildarkjör að kanna verð. Með því að fá fleiri til aö taka þátt eru llkur á hagstæðara verði. Hafið samband fyrir 1. maí n.k. símleiðis eða með faxi. Rammasamningar Vildarkjara eru kjarabót. Þeir veita góðan afslátt hjá völdum fyrirtækjum á margvíslegum vörum: Farsímar, faxtæki, þráðlausir símar, tölvupakkar með margmiðlun, mótaldi, innbyggðu faxi, tauþurrkarar o.fl. Tryggðu þér strax áskrift með símtali, faxi eða bréfi og þú færð áskriftarskírteini ásamt upplýsingum um þær vörur og þjónustu, sem í boöi eru. Áskriftin er ókeypis. Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík. Sími 553 5300. Fax 553 5360. Netfang vildarkj@isholf.is Lífrænar varnir í stofublömum I gróðurhúsum hafa lífrænar vamir náð slíkri útbreiðslu að hefðbundin vamarefni eru með öllu óþörf í grænmetisræktun hér á landi. Mörg þessara nytjadýra þrífast með ágætum í þurru lofiti stofúgluggans að ekki sé talað um garðskálann og skartplöntur eða samplantanir innan húss. Á blað- lús, ullarlús og kögurvængjur er lirfa Chrysoperla camea hin ágæt- asta, einnig étur hún roðamaur en ránmaurinn (Phytoseiulus per- similis) er þó bestur á roðamaur. Til að honum líki lífið er þó ráð- legt að úða létt yfir plöntumar reglulega til að ná upp rakastiginu. Ránmaurinn Hypoaspis aculeifer og ef til vill frændi hans Hypo- aspis miles sem báðir lifa í jarð- vegi éta svarðmýslirfur (lirfúr svörtu flugunnar) og stökkmor. Nú er hægt að fá nytjadýrin í eining- um sem henta til heimabrúks (Gróðurvörur og Frjó) og hví ekki að reyna?/M I-------------------1 | Ertu oröinn ■ þreyttur á ! vanhæfum I mokstursvélum? ■ Þreytturá [ kúplingsástigum I og gírskiptingum? | Eða þarftu bara aö i vinna fjölhæfari . vinnu með • mokstursvélinni? I Skoðaðu þá - MF 660 ■ mokstursvélina i___________________i * 90 hestafla Perkins 1004-4 Turbo vél * Iðnaðarámoksturstæki með 2,5 tonna lyftigetu * Öflug vörn á vélarhlíf * 4WD tengt á fullri ferð * Fjögurra gíra “fully-syncro” gírkassi (“power shuttle”) * Mjúk skipting aftur á bak og áfram (soft shift) * Tveggja hraða óháð aflúttak * Þrítengi með opnum beislis- endum og 2/2 vökvaúttök * Vökvabremsur * Drifi læst með einum takka * Hraðtengi á moksturstækjum * Þriðja sviðið * Lyftutengdur dráttarkrókur * 1500 kg þyngdarbox að aftan sem fljótlegt er að taka af * Lágbyggt lúxus hús meö stillanlegu fjöðrunarsæti Ingvar Helgason hf. Sævarhöfði 2, Sími: 525 8000, Fax: 587 9577 Er K| 660 vinnuþjarkurinn sem þú hefur beðið eftir? Nýp rðOunautur á Kirkjuhæjarklaustri Fanney Ólöf Lárusdóttir hefur verið ráðin til starfa af Búnað- arsambandi Suðurlands og Landgræðslu ríkisins og verð- ur hún með aðsetur á Kirkju- bæjarklaustri. Verkefni sem Fanney Olöf sinnir fyrir búnaðarsambandið eru m.a. bændabókhald, umsjón meó forðagæslu, hrossasýningum, að- stoð viö lánsumsóknir, gerð rekstraráætlana og fleiri svæðis- bundin verkefni fyrir bændur í Skaftárhreppi. Fanney Ólöf verður fyrst um sinn með aðsetur í Kirkjuhvoli og er síminn 487-4818. 'iíííHheíIIL " <*F v - * Á fóstudcig í lidinni viku efndu þrjú veitingahús i Reykjavik, Argentína, Perlan og Ódinsvé, úsantt Markaósrúói kindakjöts, til veglegrar kynningar ú „Púskulambi“ í húsnæói Slúturfélags Suóurlands vió Fossliúls i Reykjavik. Tugir rétta úr lambakjöti voru ú boróum og er óhœtt aó fullyröa aö þurnu hafi lambakjötið fengið afurgóöa kynningu en fram til púsku munu ofangreind veitingahús bjóöa gestum sínum Jjölbreytt hlaöborö með allt að 40 réttum, allt matreitt úr lambi ú hina ýmsu vegu. Við þetta tœkifæri sagði Guömundur Bjarnuson, lundhúnuðarrúöherru, aó liðin væri sú tiö að litið vœri ú lambakjöt sem útsöluvarning - tekist hefði að komu i veg fyrir frekari söfnun birgða og nú hefði lambakjötið iiðlust þunn sess sem þvi bæri. Þess mú geta að hlað- borðió verður framreitt ullu fimmtudugu til sunnudugu ú kvöldin fram til piisku i veitinguhúsunum og kostur kr. 3.400 ú ntann. Hér mú sjú rúðlierrunn virðafyrir sér kræsingarnar en ú innfelldu myndinni sjúst kokkar veitingahúsanna þriggjq sem bjóða upp ú púskalamhið.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.