Alþýðublaðið - 07.02.1924, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.02.1924, Blaðsíða 4
4 ESLP‘f ÐUBERÐK& Babuackiu,1) starfaemi sína.meðal veikaiýðsins í Petrograd Pet- erburg, nú Leningrad, o: Lenins- borg). Þeir undiibjuggu verkföll og gáfu út flugrit. Hann átti þá í ritdeiium við ýmsa merka for- ingja frjálslyndu stefnunnar (m. a. Michailovskij) um kenningar' Maix. Greinar þær um hagfræði- leg og þjóðfræðileg efni, sem hann reit undir dulnefninu >Ilin< vöktu eftirtekt gömlu foringjanna á hou um. Skrif hans sýndu óvenju- skýran skilning á fræðikerfi Maix og hárfína rökvísi, enda var hon- um þá varpað í fangelsi. Skömmu eftir að hann slapp út, gaf hann út flugrit >Viðfangsefni social- demokrata-flokksins rússneska<. Ritið hlaut afarmikla útbreiðslu í Rússiandi og barst með flótta- mönnum til Sviss, en þar voru margir merkir Rússar iandfiótta, m. a. Plechanov, Akselrod og Vera Sassulitsch, stofnendur jafnaðar- mannahreyfingarinnar rússnesku. PJechanov, sem síðar varð and- stæðingur Lenins, lét svo um mælt, að nú færi að birta af degi í Rússlandi, því að hér væri kom- inn foringi, sem myndi móta fram- tiðina. Lenin var alla ævi ósveigjan- legur. Hlífðarlaust benti haun á þá galla, sem voru á hreyfingunni. Hann híkaði aldrei við að benda á þá; kom það greinilegast fram í árásum hans á Peter Struve, sem mjög hefir komið við sögu Rúss- lands. Hann þýddi >Das Kapital< eítir Ma\x á rússnesku og stóð framarlega í baráttunni. Lenin róðst á hann og tætti sundur skrif bans. >í*ór eruð burgeis og munuð ekki hika við að hlaupa úr liði verkalýðsins — yflr til buigeisanna<, skrifaði Lenin; — orð hans rættust. í ársbyrjun 1891 flýði hann fyrst úr slandi, en kom fljótt heim aftur og giftist þá eftirlifandi ekkju sinni Nadjeschda Konstan- tmovna Krupskaja, sem var starfs- maður við blað byltingamanna >Iskra< (Neistinn) í Petrograd. Sama ár hóf hann laganám við háskólann í Petrograd og útskrif- aðist þaðan. 1895 fór hann aftur 1) Skotinn 1907 í Síberíu samkvœmt BkipunRenneBkamfpsjhershöföingja, sem þektur er frá orustunni við Mukden og ósigrunum við masurÍBku vötnin. utan, en kom heim árið eftir og hélt þá áfrarri ritstörfum sínura undir dulnefninu >Tumin<. 1896 hóf lögreglan herferð gegn socialistum i Petrograd. Leijin var þi tekinn fastur og 29. jan. 1897 dæmdur í þriggja ára útlegð til Austur-Síberíu. Hann dvaidi lengst af í Irkutsk og Krasnojarsk. 1900 hólt hann enn utan. Plechanov og Pavl Akselrod voru þá foringjar flokksins, en voru teknir að fjarlægjast kenn- ingar Marx. Lenin tók þátt í deil- unum innan flokksins sem fyrr; — hver sá, sem ekki viðurkendi róttmæti marxismans, varð fyrir barðinu á honum, m. a fornvinur hans Martov. í blaðinu >Iskra< róðst hann heiftarlega á social- revolutionera bændaflokkirin og ævintýra stefnu hans. Margir gaml- ir narodvoltsi (fyrri flokksbræður úr >Narodnaja Volja<) höfðu lent 1 í flokknum. Piægt er orðið ávarp hans til þeirra árið 1902. >Þór eruð, herrar mínir, socialrevolu- tionerir! fulltrúar smáborgaranna og ekkert. annað.^1) 1903 klofnaði jafnaðarmannaflokkurinn rússneski í tvent. Pylgismenn Lenins, bols- cheviki, urðu í meiri hluta, en Martov, Plechanov, menscheviki, í minni hluta. (Prh.) Um dv. Gieorg Brandes held- ur dr. Kort Kortsen fyrirlestur í kvöld kl. 6 í háskólanum. Að- gangur er ókeypis og fyrir alla. Sala aðgðugumiðaiina að fyr- irlestrinum um Vilhjálm Stefáns- son byrjaði í gær. Viljum vér ráða þeim, sem vilja tryggja sér miða, að kaupa þá fyrir helgina, því að mikil aðsókn er að fyrir- lestiinum, eins og von er, því að margir vilja heyra um Vilhjálm, þennan frægasta landa vorn. 1) Rættiit eftir nóvemberbyltingun*, þegar þeir slógust í fylgd með Djenikin og Ko tschak. Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við ' Ingólfsstræti. Sími 988. Auglýsingum só skilað fyrir kl., 8 að kveldinu fyrir útkomudag þang- að eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskriftargjald 1 króua á mánuði. Auglýsingaverð 1,50 cm. eindálka. Útsölumenn eru beðnir að gera skil afgreiðslunni að minsta kosti ársfjórðungslega. Nýkomið: Hveiti, sérlega gott og ódýrt. Enn fremur kartöflur, ostur, tólg og kæfa. Verzlun Guðjóns Guðmundssonar Njáls- götu 22. Sími 283. Bæjarstjórnarfnndur er í dag kl. 5 síðdegis. Á dagskrá eru kosningar forseta, skrifara og nefnda, erindi um byggingu lands- spítalans inni við laugar frá Guðm. próf. Hannessyni, ráðstaf- anir gegn inflúenzu 0. fl. auk venjulegra dagskrármála. Smásöluverð hór í Reykjavík hefir til jafDaðar staðið í stað síðan í október, og er verðtalan sama nú sðmþá, 168% hærri en 1914. Sykur heflr hækkað í verði um 32 % síðan í fyrra vetur. Næturlæknir er í nótt Guðm. Thoroddsen Lækjargötu 8, simi 231. Borgarstjóri heflr látið hætta atvinnubótum í Rauðarárholti. Unnu þar um 70 manns. Leikfélagið varð að hættá sýningu í kvöld vegna veikinda eins leikendans, frú Guðrúnar Indriðadóttur. Leifur heppni kom frá Eng- landi í nótt. Rltstjóri og ábjrrgðarmaðnr: HaUbjörn Haíldó»a®i«, Pr«Rtsoiiðj» HaiSgrííB# BfBwWrtwónarj' Bsrgstsðistrseti 19,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.