Bændablaðið - 18.03.1997, Síða 8

Bændablaðið - 18.03.1997, Síða 8
8 Bœndablaðið Þriðjudagur 18. mars 1997 Danmerku rp istill sísfiia Mœlirinn fylltist! Þá kom að því! Ég var varla búinn að tilkynna Askeli ritstjóra að ég œtl- aði EKKI að taka þátt í að eyöa dýrri prentsvertu Bœndablaðsins til nöld- urs, þegar mœlirinn fyllt- ist og nöldursákvörðunin var tekin til baka. Astœóuna má fyrst og fremst rekja til um- fjöliunar Kynbótanefndar i Nautgriparœkt nýverið um innflutning á útlensk- um kúm og síðar um- jjöllun Búnaðarþings um sama málefni. Nú er svo komið að Kynbótanefnd hefur skilað af sér um- sögn sinni um margnefndan inn- flutning og var einungis einn mað- ur í nefndinni sem taldi ekki rétt að Jjalla um innflutning, að svo komnu máli. Nefndin skilaði þó af sér meirihlutaáliti þar sem bent er á leiðir og settar skorður, ef til innflutnings myndi koma. Akvörð- un um slíkt sé hins vegar á valdi BI og LK. Gott og vel, þið Kynbóta- nefndarmenn sluppuð vel frá þessu. Ég spyr þó, hefði ekki verið ákveðin skynsemi i því og hefðuð þið ekki átt að leggja metnað i það aó velta fyrirykkur öðrum leiðum? Það er skoðun mín að þegar verið er að fjalla um mikilvœg málefni þá eigi að líta í öll horn og leita margra leiða, en trúa ekki blint á fortölur einstakra manna. Þetta á sérstaklega við, fyrst meirihluti bœnda vill endilega bœta afkomu- möguleika sína með breytingum á kúnum. Það ýtir reyndar við skemmtilegu málefni; hvað vill meirihlutinn? Víkjum að því síðar. Innflutningur Við vitum öll hvað átt er við með innflutningi á útlenskum kúm og er þar helst rætt um norskar eða finnskar kusur. Ég œtla mér alls ekki út í þá umrœðu, þ.e. um hvort þœr henti betur eða verr en aórar útlenskar kýr. Ég œtla held- ur ekki að halda hér einhverja vœmnistölu um islensku kýrnar, kosti þeirra og fegurð. Það hefur verið rœtt nóg um slíka hluti. Það sem mér hefur hins vegar fundist algjörlega vanta i þessa umrœðu er að velta fyrir sér öðrum mögu- leikum sem og hagkvœmni. Er virkilega mest aðkallandi að breyta kúnum? Komum við þar með til að tryggja bœndum bœtta afkomu? Mér er til efs að svo sé. Auðvitað hafa allar breytingar á framleiðsluferlinum áhrif á af- komu mjólkurframleiðenda, en á meðan við erum með kvótafram- leióslu, verðum við að horfast i augu við það að menn geta fram- leitt á geysilega misjafnan hátt - en fengið engu að síður jafnmargar krónur í vasann. Efvið gefum okk- ur hins vegar að mestur ávinning- ur mjólkurframleiðenda í dagfelist i þvi að breyta kúnum, vil ég benda hér á aðra leið en innflutning. r Avinningur framleiðenda Mér skilst að kostnaður vegna HUGSANLEGS innflutnings hljóði upp á fjölmargar milljónir á ári (í Snorri Sigurðsson er vid iiiím í Dunmiirku einhver ár). Nú spyr ég því enn, hver er fýrirséður hagnaður mjólkurframleiðenda í því dœmi. Ég trúi ekki öðru en að menn sem tala máli HUGS- ANLEGS innflutnings hafi reiknað dœmið á enda? Ef ekki, þá skora ég hér með á hagfræðimenntaóa menn (eins og t.d. framkvœmdastjóra LK) að skjóta á hagn- aðarvonina í þessu sambandi og munið nú að það kostar að breyta Jjósunum. Nú segja kannski sumir að til þess þurfi ekki að koma, en því á ég bágt með að trúa. Þess verður ekki langt að biða að fram komi reglu- gerð frá Landbúnaðarráðuneytinu, þar sem ákveðnar lágmarksstærðir á m.a. innréttingumyerða tíundað- ar fyrir nautgripi. I því Ijósi er nú liklegt að dýralœknar um land allt veröi óhressir með stórar kýr á þröngum og/eða stuttum básum í framtíðinni, svo að eitthvað sé nefnt. Af þessu má Ijóst vera að hag- frœðilega úttekt þarf að leggja til grundvallar þegar ákvörðun um kostnaðarsamar aðgerðir er tekin, enda er hér verið að spila með al- mannafé. Ef slík úttekt hefur leitt í Ijós aó innflutningur á útlensku erfðaefni sé besta lausnin til að bœta stöóu mjólkurframleiðenda, því hefur þá slíkri úttekt ekki verið flaggað? A sama hátt má spyrja um kostnað og ávinning af inn- flutningi á nýjum tegundum holda- nauta. Liggur þetta allt fyrir og ef svo er, hvar eru þessar niðurstöð- ur? Ef ekki, hvað í ósköpunum vakti þá fyrir mönnum þegar ákveðið var að fara út í jafnkostn- aðarsamt ævintýri og innflutning- ur virðist vera? Hrööun framfara I athyglisverðri grein eftir dr. Agúst Sigurðsson, í fýrsta tölu- blaði Freys á þessu ári, kemur fram að meðalættliðabil milli for- eldra og afkvœma hafa á undan- förnum árum verið hœrri en ráð hefur verið gert Jýrir í kynbóta- skipulaginu hérlendis. Þetta hefur því m.a. haft þau áhrif að erfða- framfarir hafa ekki verið eins hraðar og œskilegt þykir. Hvi þá ekki að reyna að hraóa innlendu ræktunihni með fósturvísaflutn- ingi, meó það að markmiði að fá fram hámjólka kýr meó góða mjaltaeiginleika? A ráöunauta- fundi 1996 kom Þorsteinn Olafs- son fram með þessa tillögu en síðan er liðið rúmt ár. Hefur þessi möguleiki verið skoðaður af alvöru? I dag höfum við yfir þeirri tœkni að ráða að flytja fóstur- vísa úr góðum kúm og koma fyrir i lakari gripum. Þetta gœtum við auð veldlega nýtt okkar stofni til framdráttar, stytt þannig áður- nefnt œttliða- bil og stuðlað að hraðari erfðafram• förum. Mœtti ekki skoða þennan möguleika Rœktunarkjarnirm Við höfum nú þegar í gangi verkefni sem byggist á ræktunarkjarna (í Stóra- Armóti) og spurningin er hvort við getum ekki unnið betur með hann. Ég er. sammála Þorsteini um að ræktunarkjarnann eigi að byggja upp útfrá fósturvísaflutningum frá afburóagripum um land allt. Með því móti nýtum við sem best þann erfðahóp sem við höfum á Islandi og tryggjum breytileika innan erfðahópsins sem Agúst nefnir í sinni grein að sé mikilvægt, þegar stofnstœrð er jafnlitil og raun ber vitni. Samhliða uppbyggingu rækt- unarkjarnans mætti siðan setja hluta fósturvisanna strax út í hjarðir mjólkurframleiðendanna, til að flýta enn væntanlegum erfða- framjörum. Ég geri mér fulla grein jýrir að fósturvisaflutningur getur verið erfiður og ofl gengur hann hreinlega ekki, en líkur á slíku má þá einfaldlega taka með í reikning- inn. En þessi hugmynd er alls ekki yfir aðrar hafln og því þarf að - svara mörgum spurningum varðandi slíka framkvœmd, AÐUR en lagt væri af stað s.s: Finnast gripir í islensku hjörðinni með mikla erfða- frœðilega yfirburði? Er þetta tækni- lega fram- kvœmanlegt? Er þetta mögu- legt, kynbóta- frœðilega séð? Hver væri væntan- legur ávinningur af slíkum fram- kvæmdum sem og kostnaður í samanburði við innflutning? Ég er ekki að segja að þetta sé betri leið en aðrar, en nú stöndum við i það minnsta frammi fyrir einhverju vali milli möguleika. Spurningin er í raun þessi: Gæti sama Jjárhæð og er œtluð hugsanlegum inn- flutningi nýst jafnvel eða betur, ef farnar væru aðrar leiðir til að bœta afkomumöguleika íslenskra mjólkurframleiðenda? Framhald á bls. 12 KRAFTUR? Hin eina sanna mælieining á kraft er Massey Ferguson kraftur. Fércjl-íSön SÖ'DO íí nii n Lúxus hús með 72ja db hljóðeinangrun Loftsæti með snúningi Farþegasæti Góð vinnuaðstaða „Dynashift" gírkassi 32/32 gírar 4 vökvamilligírar Vendigír Skriðgír 16/16 gírar Sparnaðargír á aflúrtaki Vökvakúpling staðalbúnaður 55° beygjuradíus 3 sett af vökvaúrtökum Lyftutengdur dráttarkrókur Opnir beislisendar iNSVAJt Sœvarhöföi 2 • Sími 525 8000

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.