Bændablaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. mars 1997 Bændablaðió 9 Notaðir gámar á góðu verði Gámur er góð geymsla sem getur fallið vel að umhverfinu Margar gerðir af notuðum gámum til sölu eða leigu. Venjulegir stálgámar, frystigámar, hálfgámar, einangraðir gámar, opnir o.fl. Gámur getur verið ódýr og hentug lausn á ýmsum geymsluvan- damálum, t.d. fyrir byggingastarfsemi, fiskverkendur, flutningabíl- stjóra, bændur og hvers konar aðra atvinnustarfsemi. Einnig fyrir tómstundastarf, t.d. við sumarbústaði, golfvelli, hestamennsku o.fl. Gámar þurfa ekki að stinga í stúf við umhverfið: Það er hægt að fella þá inn í landslag, mála og skreyta á ýmsan hátt. Leigjum einnig út vinnuskúra og innréttaða gáma til lengri eða skemmri tíma. HAFNARBAKKl V/Suðurhöfnina, Hafnarfirði sími 565 2733, fax 565 2735 Bændablaðsmynd/JE Sturfsemi leikfélaga er rnikil lyftistöng fyrir menningarlífið á landsbyggðinni. Nýlega var á Hvammstangu sett á svið leikritið Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðsson í leikstjórn Harðar Torfasonar. Sýningin hefur fengið afar góð viðbrögð áhorfenda. I leikhópnum eru fjórir bœndur sem hafa þurft að aka langan veg úr Víði- og Fitjárdal til œfinga og nú sýninga. Ljósm. Bbl. smellti mynd af þeim að lokinni þriðju sýningu. F.v. Gunnar Þorgeirsson, Efri Fitjum, Björn Sigvaldason, Litlu Ásgeirsá, Elin Jónasdóttir, Galtanesi og Július Guðni Antonsson Þor- kelshóli, sem heldur á hvolpi sinum. Hvolpurinn sýndi góða takta i leikritinu og er nefndur Natan eftir einni af sögupersónum þess sem Júlíus Guðni leikur með tilþrifumJJE Refaslofninn stækkar Gera má ráð fyrir að íslenski refastofninn telji tæp 4000 dýr en árið 1978 var gert ráð fyrir að um 1300 dýr væru í stofni- num. Rannsóknir sem byggj- ast á veiðitölum allt frá árinu 1855 benda til að stærð refa- stofnsins hafi verið sveiflu- kennd. Samkvæmt rannsókn- um var mest um refi á árunum 1865-1875, 1930-1949 og 1950-1960. Minnst var um refi á árunum 1900-1915 og 1970- 1980 en nú fer stofninn vax- andi. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Bjarnasonar við fyrirspurn Gunnlaugs M. Sig- mundssonar um íslenska refa- stofninn. Reykjavík 0 0 Reykjanes 14 112 Vesturland 77 660 Vesffiröir 93 793 Nl.vestra 81 570 Nl.eystra 43 255 Austurland 68 416 Suöurland 43 376 / fremri dálki er fjöldi unninna grenja en I þeim seinni fjöldi veiddra dýra aö yrölingum meötöldum Ekki hafa verið gerðar sérstak- ar rannsóknir á dreifmgu stofnsins eftir landssvæðum eða kjördæm- um, en eftirfarandi tölur eru unnar út frá veiðiskýrslum sveitarfélaga fyrir árið 1994 og gefa þær vís- bendingu um dreifingu stofnins: Árið 1990 voru felldir 2.839 refir á landinu en til samanburðar má geta þess að árið 1995 voru felldir 3.005 refir. I svari ráðherra kom fram að fjölgun refs mætti annars vegar rekja til náttúrulegra viðbragða við auknu veiðiálagi og hins vegar til aukins framboðs á fæðu. “Frjósemi refa er enn há en geldtíðni fer vaxandi. Því er líklegt að refastofninn haldi áfram að vaxa um sinn. Ef allar refaveiðar leggjast af má fastlega reikna með að stofninn vaxi hraðar en ella.” FYRIR HESTA OG HESTAMENN ReiStygi • FatnaSur* FóSur Verkfæri®RafgirSingar V/ð leggjum rækt viðykkarhag MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 Bændaierð fil Englands I boði Vdla ng Rjúnustu í nóvember sl. fór hópur bænda til Englands í boði Véla og þjónustu h/f. Voru það 45 bændur og makar ásamt 4 starfsmönnum fyrirtækisins. Eftir komuna til London var haldið rakleiðis til Doncaster með rútu og var það 5-6 tíma ferð. Dvalið var á hóteli sem heitir „Ye old Beel“ í Retford í Nottinghamshire. Daginn eftir var CASE verksmiðjan skoðuð, fyrst sýndar myndir af starfseminni og síðan gengið um verksmiðjuna í hópum með túlkum. Settar eru saman 40 dráttarvélar á dag. Fylgt var ferlinu og byrjað þar sem vélin kemur inn og svo áfram þar til dráttarvélin er tilbúin til afhend- ingar. Það var fróðlegt að sjá svona hvert atriði fyrir sig, allt er prófað og yfírfarið eins og t.d. glussakerfið, bremsubúnaður, raf- magn o.fl. Allt er þetta tölvuprófað og ef eitthvað atriði finnst sem ekki er í lagi er því kippt út og lag- fært. Case verksmiðjan bauð gestunum í mat og síðan hittu gestimir framkvæmdastjóra verk- smiðjunnar sem reyndist hin vörpulegasta kona, bandarísk að uppruna og heitir Lei Howell. Svaraði hún fyrirspumum og reyndist ómögulegt að reka hana á gat í sambandi við tækniatriði eða annað. Um 800 manns vinna í verksmiðjunni. Skoðaður var bóndabær í nágrenni Doncaster, þar er aðallega komrækt og upp- eldi sláturkálfa. Bóndinn fær kálf- ana nokkurra mánaða gamla og elur þá upp í sláturstærð. Þótti ís- lendingunum það nokkuð frum- legar aðstæður. Þeir voru í gerði við hús og var gefinn hálmur í rúllugrindum og vatn. Húsin sem þeir höfðu afdrep í em 200 ára gömul. Á þessum bæ var ein kom- hlaðan 400 ára gömul. íslending- amir fúndu þá tilfinningu hvað við emm nýskriðin út úr húsum byggðum úr torfi og grjóti þegar þeir sáu allar þessar margra alda byggingar. Farið var á „Smithfield" land- búnaðarsýninguna í London. Fyrir utan sýningarhöllina var stór hóp- ur grænfriðunga og létu ófriðlega. Á sýningunni vakti mesta athygli „Robotic Milking system“. Þetta er alsjálfvirk mjaltavél þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri mjöltunum. Þetta tæki kostar 12 milljónir og hafa 12 tæki verið seld, flest í Hollandi. Þama vom auðvitað allskyns tæki og tól og einnig gripir af ýmsum gerðum og kynjum sem fróðlegt var að sjá. Halldóra Játvarðardóttir vill fyrir hönd allra ferðafélaganna þakka Vélum og þjónustu h/f fyrir þessa ákaflega vel heppnuðu og góðu ferð. Fararstjóramir vom einstaklega hjálpsamir og stóðu sig með prýði. Drifskaftsvarahlutir íélaval-VarmahlIð hf SImi:453 8888 Fax:453 8828

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.