Bændablaðið - 18.03.1997, Qupperneq 10

Bændablaðið - 18.03.1997, Qupperneq 10
10 Bœndablaðið Þriðjudagur 18. mars 1997 Framleiðsluverðmæti græna geirans um einn milljarður ísland er eyja nyrst í Atlants- hafi. Lega landsins og örðug sigl- ing um úfið úthaf á opnum skipum og ófullkomnum, mótaði strax af- stöðu Iandnámsmanna til landsins, gagna þess og gæða. Vegna fjarlægðar við önnur lönd og erfiðleikanna við að skipta við þau á vörum, lærðu landsmenn strax að búa að sínu. Þeir voru flestir af bændum komnir og kunnu því til verka í því umhverfi sem þeir mættu hér. Og landið var (og er) gjöfult og gott, þeim sem kunna til verka og gæta hófs og jafnvægis í skiptum við það. “Það var viði vaxið milli fjalls ogfiöru", segir í Landnámu. Efhi var því nóg til húsagerðar, grjót, torf og innviðir, allt sótt beint til umhverfisins. Kvikfénaður gaf af sér allt til fæðis, klæða og skæða, ásamt veiðinni í vötnum og ám. Eldsneyti fékkst með nýtingu sauðataðs, mótekju, hrísrifi og við- arkolagerð í skógum landsins. En þar upphófst raunasagan. Menn undu reyndar glaðir við sitt lengi vel, en svo fór að ekki var gætt hófs. Skógamir eyddust, ekki var plantað í stað þeirra trjáa sem felld vom, viðarkolagerð gekk nærri gróðri og brenndi oft út frá sér. Hrísrif til eldiviðar skildi land- ið eftir flakandi í sámm, svo það fór að blása upp. Eldgos og harð- indi mögnuðu áhrifin, svo margt lagðist á eitt við að fletta fóstur- jörðina klæðum. Svo að nú er mikill hluti lands- ins örfoka sandar, gróðurlitlar heiðar og skóglausir mýraflákar. Fátækt og hnignun hinna myrku miðalda, drepsóttir, hungur og kuldi, gekk nærri landi og þjóð, fólk átti ekki annarra kosta völ en reyna að skrimta af á því sem hendi var næst. Sjálfsbjargarvið- leitnin á enga samleið með forsjá og íyrirhyggju. Miskunnarlaus óáran svarf viðkvæmni og mýkt af mönnum og náttúru svo skein í stál og stein. Þegar upp stytti óstjóm og harðæri og aftur fór að fjölga í híbýlum og högum, héldu jafnvel hlýir vorvindar áffam við að feykja moldinni burt, þar sem hún var opin og óvarin. Búpeningur sótti sinn skerf í gróðurinn og stýfði af. En skilaði líka áburði til jarðar- innar. Oftúlkun nútímans á þætti beit- ar í landeyðingu er illa rökstudd, skemmir og tefur fyrir annars góðri meiningu og málstað margra sem vilja ljá uppgræðslu lið, en hættir til að horfa framhjá stór- tækari skaðvöldum, sem frekarr þyrfti að ráðast gegn. Nú í seinni tíð hafa landsmenn þó séð að sér á margan hátt í sam- búðinni við landið. Byrjað er að planta til skóga með góðum árangri. Túnrækt og tijáreitir við bændabýli klæða láglendi landsins að stómm hluta og skrúðgarðar þéttbýlisbúa öllum til augnayndis, setja hlýlegan svip á borgir og bæi. Með bættum efnahag og breyttum lifnaðarháttum á þessari öld, horfir margt til bóta, en mannvirkjagerð ýmiss konar tekur freklegan toll af gróðurþekju og lífríki landsins, oft að óþörfu vegna hroðvirkni í und- irbúningi ónógra rannsókna og iít- illar íyrirhyggju. Framlög hins opinbera til nátt- úruvemdar em alla tíð skorin við nögl, svo að margt verður til að hægt miðar til úrbóta. Ræktun lands hefur að lang- stærstum hluta verið í framkvæmd og eigu bænda. Af um það bil 1.500 ferkílómetrum ræktaðs lands, em tún um 1.360 km2 og garðlönd 120 km2 og bændaskógar í ömggum uppvexti hylja nú marg- ar jarðir. Einnig hafa bændur gengið á undan með góðu fordæmi með ítölu i beitilönd og beitar- stjómun, þó enn megi betur gera. Það kemur því úr hörðustu átt að kenna bændum um allt sem miður fer í landeyðingu á Islandi. Þar hafa máttarvöld og stjóm- völd verið stórvirkari. Blöndu- virkjun er nýlegt og sorglegt dæmi um stefnu stjómvalda og tillits- leysi við landið. Þar er þörfm brýn á hugarfarsbreytingu. Þessi blinda sókn í stóriðju og álver hingað og þangað um landið, er slík ógn við náttúm þess og framtíðarbúskap í landinu, að hér verður að staldra við. Fari því fram sem stjómvöld ráðgera um virkj- unarffamkvæmdir og lagningu sæ- strengs til Evrópu, þá verða af því svo hrikaleg náttúmspjöll að óbæt- anlegt er og verður. Hvemig það má vera að vel menntuð þjóð og meðvituð um sögu lands og lýðs, skuli ljá máls á slíkum áformum, það er ofar öllum skilningi. En þessar hugmyndir knýja á um uppgjör og framtíðarsýn í land- nýtingu og náttúmvemd. Lengur verður ekki undan því vikist að gera markvissa landnýtingar- áætlun, sem tekur mið af fjöl- breyttri náttúm landsins til vistvæns landbúnaðar, ferða- mannaþjónustu, jarðfræðirann- sókna og margs konar vísindastarf- semi, útivistar og heilbrigðra lífs- hátta. Því að ef stóriðjuleiðin er valin, verður ekki aftur snúið til hreinleika sérstöðu þeirrar, sem þetta eyland hefur frá náttúmnnar hendi. Málmbræðsluverksmiður, settar niður af pólitísku handahófi hér og hvar um landið, kæmu endanlega í veg fyrir það. Þess vegna eru síðustu forvöð að gera sér grein fyrir hættunni og varast vítin. Forfeðmm okkar er legið á hálsi fyrir að hafa eytt hér skógum og rúið landið gróðri. Þeir eiga sér samt þær málsbætur, að þá var um líf eða dauða að tefla í sárri neyð. Nú búum við í tæknivæddu allsnægta þjóðfélagi, eigum margra kosta völ og höfum menntun, þekkingu og reynslu til að nýta okkur fjölbreytta möguleika. Því skyldum við þá með vanhugsuðum skyndi- ákvörðunum gera landið að sorp- haug fyrir erlenda stóriðju? Misvitrum valdhöfum má ekki líðast að spila þannig frítt með þetta fjöregg þjóðarinnar. Hver hugsandi þegn verður að taka til þess afstöðu og láta í sér heyra. Eða hvemig má það vera, að sú þjóð sem hér bjó öldum saman svo til eingöngu við landbúnað og rót- gróna bændamenningu, skuli nú svo heilaþvegin að hún þorir ekki að nefna bændur og landbúnað sem valkost, þegar atvinnuupp- bygging framtíðarinnar er til um- ræðu? Jafnvel með því fomaldarverk- lagi og vankunnáttu, sem við- gekkst langt fram á þessa öld, þá var það landbúnaðurinn sem var undirstaðan og hélt Iífinu í lands- mönnum. Nú höfum við tekið nýjustu tækni og vísindi í okkar þjónustu og höfum alla burði til að lifa hér af landsins gæðum í fiillri sátt við lögmál náttúrunnar. Er þjóðin þá virkilega orðin svo úrkynjuð, að hún kunni ekki lengur að lifa í þessu landi? Þá er voðinn vís. Langlundargeð bænda og einhvers konar uppgjöf gagn- vart atvinnurógi og óstjóm, er mikið undrunarefni. Bændaforystan, dáðlaus og ráðlaus, heldur að sér höndum og hefst ekki að. Má með sanni segja að lítið leggist fyrir kappann. Og sæmra væri að láta að sér kveða við framtíðarstefnumótun í um- hverfisvemd, landnýtingu, at- vinnuuppbyggingu og öðm sem til framfara horfir. Sú stefnumótun þolir enga bið. Yfir hálendinu vofir flóðbylgja vatnatilflutninga og uppistöðulóna og niðri í byggð verður fólksflótti og auðn, ef stór- iðjudraumurinn verður að vem- leika. Við berum öll ábyrgð á af- leiðingunum, hlutleysi firíar engan frá því. Nútíminn er örlagavaldur framtíðarinnar, sem böm okkar og bamaböm súpa seyðið af, frá eitur- menguðum vatnsbólum og ryk- mettuðu andrúmslofti. Eða, sýnum við þann manndóm, að helga þeim grænan gróðurreit iðandi af lífi og grósku og tærar uppsprettulindir mennta, menningar og visku? Okkar er að velja. Guðríður B. Helgadóttir Austurhiíð 2, Blöndudal Fjárklippur, brýnsluvélar- kambar og hnífar. Lister Nova barkaklippur kr. 81.418 m.vsk Vélavarahlutir, Sævarhöfða 2, sími 525 8040 INGVAR HELGASON HF *fV 1956 - 1996 ÁRA Kattasnikjudýn getur valdið fðsturlðti í sauðfð og sauðfjárbændum miklum skaða Nú, þegar styttist í sauðburð, er við hæfi að minna fjár- bændur á þá óbeinu hættu sem sauðfé landsmanna getur stafað af köttum í fjárhúsum. Hættan er fólgin í örsmáu sníkjudýri sem lifir í köttunum. Berist það í ær á meðgöngu getur það leitt til fósturláts eða vansköpunar, séu ærnar að smitast í fyrsta sinn. Bændabiaðið hafði samband við Karl Skímisson dýrafræðing á Tilraunastöðinni á Keldum og bað hann að lýsa lífsferli sníkjudýrsins sem gengur undir nafninu bog- frymill en ýmsir kannast einnig við fræðiheitið sem er Toxoplasma gondii. Bogfrymill er einfrumungur sem lifir og fjölgar sér í meltingar- vegi katta hér á landi. Á þeim vikum sem líða frá því að köttur smitast þar til hann hefur öðlast mótstöðu gegn sníkjudýrinu, skiljast ókjör af þolhjúpuðum snikjudýrum út í skít kattarins og geta þeir lifað mánuðum og jafnvel árum saman í umhverfinu. Berist þeir niður í menn, kindur og geitur, eða ofan í ýmsa villta fugla eða villt spendýr, fjölgar bog- frymillinn sér í þeim með kynlausri æxlun og til verða svonefndir vefja- þolhjúpar sem taka sér bólfestu víða í líkama dýranna sem smitast. Stundum smitast fóstur þessara dýra líka og þegar slíkt gerist getur sníkjudýrið valdið van- sköpun og fósturláti. Kettir smitast væntanlega oftast við að éta nagdýr eins og haga- mýs sem í eru vefjaþol- hjúpar. Mest- ar líkur eru á að ungir kettir dreifi þolhjúpum því að eldri kettir öðlast mótstöðu gegn sníkju- dýrinu þar sem stöðugt smit er í gangi. Þótt kettir reyni yfirleitt að grafa úr sér skítinn getur það þó hæglega gerst að þolhjúpar bog- frymilsins berist með einhverju móti í fóður eða vatn sauðfjárins. Gerist slíkt að vetrarlagi í hjörðum sem hafa aldrei komist í kynni við bogfrymlasmit, eða ef mörg ár eru liðin frá því að hjörðin smitaðist síðast, getur það leitt til fósturláts. Á hverju ári kynnast nokkrir íslenskir sauðfjárbændur því fjár- hagslega tjóni sem bogfrymillinn veldur þegar kindur í hjörðinni byrja að láta lömbum eða lömbin fæðast vansköpuð. Lítið er þó vitað um hversu umfangsmikið þetta tjón er hér á landi. Einfalt ráð sem dregur veru- lega úr hættunni á að bogfrymill orsaki fósturlát er að vera ekki með ketti á bæjum þar sem sauð- fjárbúskapur er stundaður. Jafn- framt þarf að vera vel vakandi fyrir því að halda flökkuköttum frá fjár- húsum. Færu allir bændur efitir þessu minnka smitlíkumar smám saman því að það em eingöngu kettir sem viðhalda bogfrymla- smiti hér á landi. Að endingu skal á það bent að ýmsar aðrar orsakir geta verið fyrir lambaláti hér á landi.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.