Bændablaðið - 18.03.1997, Side 13

Bændablaðið - 18.03.1997, Side 13
Þriðjudagur 18. mars 1997 Bændablaðið 13 Garðyrkjuskóli ríkisins: 10 nemendur skölans yiirheyrðir Skólaárin 1996-1998 stunda 40 nemendur nám við Garð- yrkjuskóla, ríkisins, Reykjum í Ólfusi áfimm mismunandi brautum. Brautirnar eru Skrúðgarðyrkju-, umhverfis-, garðplöntu-, ylræktar- og blómaskreytingabraut. Nem- endurnir koma víðs vegar af landinu og eru frá 18 ára aldri og upp úr. Bændablaðið fékk 10 nemendur skólans til að svara nokkrum spurningum um skólann og fleira. Arangur þess má sjá hér á síðunni. Nafn og uppruni: Jónas Freyr Harðarsson, Reykvíkingur. Aldur: 29 ára. Braut: Garðplöntubraut. Af hverju ákvaðst þú að fara í Garðyrkjuskólann? Áhugi minn á ræktun kom smátt og smátt. Hann fór svo að beinast að trjám og skógrækt. Ég fór að vinna í garðinum heima og var svo heppinn að fá vinnu í Fossvogs- stöðinni og þá varð áhuginn enn- þá meiri. Garðplöntubraut hentar mér best, því þar er mikið komið inn á trjá- og sumarblómaræktun. Verknámsstaður: Fossvogsstöðin í Reykjavík. Hverjir eru helstu kostir skólans? Hann býður upp á fög sem tengjast áhugamáli mínu og gefur mér þekkingu og titil sem enginn getur verið án ef hann vill starfa sem viðurkenndur fagmaður. Uppáhalds námsgrein: Tré og runnar. Draumavinnustaðurinn: Eigin garðplöntustöð, að sjálfsögðu. Nafn og uppruni: Rakel Magnúsdóttir, Garðbæingur. Aldur: 22 ára. Braut: Ylræktarbraut. Af hverju ákvaðst þú að fara í Garðyrkjuskólann? Ég valdi skólann vegna þess að ég hef mikinn áhuga á garðyrkju og að vinna með lifandi hluti. Ylrækt varð fyrir valinu því ég tel þá grein eiga eftir að vaxa töluvert hér á landi og eiga góða fram- tíðarmöguleika. Verknámsstaður: Garðyrkjustöðin Melar við Flúðir. Hverjir eru helstu kostir skól- ans? Gott bókasafn þar sem hægt er að finna mjög góðar upplýsingar um allt sem tengist garðyrkju. Fræðslu- og vett- vangsferðir skólans hafa einnig verið mjög góðar og lærdóms- ríkar. Uppáhaldsnámsgrein: Plöntuvernd. Draumavinnustaðurinn: Mín eigin garðyrkjustöð. Nafn og uppruni: Guðmundur Bjarnason. Aldur: 35 ára. Heima: Keilufell 11 í Reykjavík. Braut: Skrúðgarðyrkjubraut. Af hverju ákvaðst þú að fara í Garðyrkjuskólann? Undanfarin sumur hef ég unnið við garð- yrkjustörf og haft gaman af. Vorið 1995 gafst mér tækifæri til að komast á námssamning í skrúð- garðyrkju og síðan var ekki aftur snúið. Verknámsstaður: Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar. Hverjir eru helstu kostir skólans? Margir hæfir kennarar starfa við skólann. Einnig er það kostur að skólinn er fámennur því fólk kynnist betur í slíkum skóla en þeim sem eru stærri. Uppáhaldsnámsgrein: Allt sem viðkemur skrúðgarðyrjku. Draumavinnustaðurinn: Sá vinnustaður sem býður upp á góða vinnufélaga og fjölbreytt verkefni. Nafn og uppruni: Kristin Björk Gunnarsdóttir, Dalvikingur. Aldur: 21 árs. Braut: Umhverfisbraut. Af hverju ákvaðst þú að fara í Garðyrkjuskólann? Mig lang- aði til að fara í eitthvað skapandi og skemmtilegt nám. Ég valdi umhverfisbraut að því að mér fannst hún spanna mjög breytt svið og þar er líka farið svolítið inn á ferðamál en ég hef mikinn áhuga á þeim. Verknámsstaður: Dalvíkurbær, unglingavinnan. Hverjir eru helstu kostir skól- ans? Hann er lítill og persónu- legur og því er maður fljótur að kynnast bæði nemendum og kennurum. Mérfinnst námið mjög lifandi og skemmtilegt og því nýtur maður þess virkilega að vera í skólanum, ólíkt því sem maður á áður að kynnast. Uppáhaldsnámsgrein: Tréog runnar, ásamt umhverfisfræði. Draumavinnustaðurinn: Úti- og innivinna þar sem ég get starfað nokkuð sjálfstætt og mikillar fjölbreytni gætir. Nafn og uppruni: Björg Jóna Sigtryggsdóttir, Akureyringur. Aldur: 22 ára. Braut: Blómaskreytingabraut. Af hverju ákvaðst þú að fara í Garðyrkjuskólann? Ég hef mikinn áhuga á hverju því sem viðkemur gróðri og þannig lá leiðin í skólann. Síðastliðið ár hef ég starfað í blómabúð og því tilvalið að byrja á blómaskreyt- ingabrautinni. Vonandi getur maður svo haldið áfram til að auka fjölbreytni og vinnumögu- leika. Verknámsstaður: Blómabúðin Akur á Akureyri. Hverjir eru helstu kostir skól- ans? I skólanum kynnist maður fólki frá mörgum landshlutum og fólki á öllum aldri sem hefur svip- uð áhugamál og maður sjálfur. Uppáhaldsnámsgrein: Verklegar blómaskreytingar. Draumavinnustaðurinn að loknu námi: Er hann til? Nafn og uppruni: Ingvar Hafbergsson. Aldur: 26 ára. Heima: Lambhagi við Vesturlandsveg í Reykjavík. Braut: Ylræktarbraut. Af hverju ákvaðst þú að fara í Garðyrkjuskólann? Ég hef starfað lengi við garðyrkju, auk þess sem ég er uppalinn á garðyrkjustöð. Ég hef sérstakan áhuga á ylrækt. Verknámsstaður: Gróðrastöðin Lambhagi. Hverjir eru helstu kostir skól- ans? Kennarar sem hafa áhuga á að ná til nemenda. Uppáhaldsnámsgrein: Almenn ylrækt og ylræktun pottaplantna. Draumavinnustaðurinn: Arð- bær, þægilegur og helst minn eigin. Nafn og uppruni: Oddný Guð- mundsdóttir, frá Neskaupstað. Aldur: 29 ára. Braut: Skrúðgarðyrkjubraut. Af hverju ákvaðst þú að fara í Garðyrkjuskólann? Þetta er draumur sem ég lét loks rætast. Mérfinnst gaman að skipuleggja og takast á við verkefni sem byggja þarf upp frá grunni eins og í skrúðgarðyrkjunni. Verknámsstaður: Blómaland, Höfn í Hornafirði. Hverjir eru helstu kostir skól- ans? Hann erfámennur, ein- staklingurinn nýtur sin en týnist ekki í fjöldanum. Mjög fallegt umhverfi á Reykjum. Uppáhaldsnámsgrein: Skrúð- garðafræði. Bændablaðsmynd/ÁÞ Draumavinnustaðurinn: Stað- ur sem mér líður vel á. Nafn og uppruni: Boga Kristín Thorlacius frá Búðardal.. Aldur: 21 árs. Af hverju ákvaðst þú að fara í Garðyrkjuskólann? Ég vildi læra eitthvað þar sem ég gæti séð eitthvað nýtt fæðast á hverj- um degi (blómaskreytingar). Blóm hafa alltaf heillað mig, ekki síst pottaplöntur. Verknámsstaður: Iðna Lísa, Hverafold 1 - 3 í Reykjavík. Hverjir eru helstu kostir skól- ans? Staðurinn er mjög fallegur. Svo eru allir svo jákvæðir og ákveðnir í að hafa gaman að því sem þeir eru að fást við. Mjög breiður aldurshópur. Uppáhaldsnámsgrein: Afskorin blóm og greinar og pottaplöntur. Drauma vinnustaðurinn: Eigin búð þar sem ég er minn eigin herra. Nafn og uppruni: Haraldur D. Haraldsson. Aldur: 45 ára. Heima: Kópavogur. Braut: Umhverfisbraut. Af hverju ákvaðst þú að fara í Garðyrkjuskólann? Eftir að hafa verið langferðamaður í skrifstofutengdum störfum með tilheyrandi inniveru langa lengi, ákvað ég að leika á forlaganorn- irnar. I landvörslustörfum sl. sumar veittist mér sá munaður að fá tækifæri til að tengjast úti- veru og náttúru landsins. Áhugi minn vaknaði á þeim víðfeðmu málaflokkum sem umhverfis- og náttúruverndar mál eru. í kjölfarið fór skynjun mín vaxandi á því að haldi mannskepnan áfram að ógna náttúrunni mun náttúran svara með því að ógna okkur sjálfum. Umhverfisbrautin sýndist mér ágætis byrjun og hef ég ekki séð eftir þvi að veðja á þann hest enn sem komið er. Verknámsstaður: Þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Hverjir eru helstu kostir skól- ans? Margir ágætir kennarar, góðir gestafyrirlesarar, góðar námsferðir í stofnanir sem vinna að umhverfismálum. Uppáhaldsnámsgrein: Um- hverfisfræði. Drauma vinnustaðurinn: Sá staður sem byggir á fræðslu, leiðsögn og ferðamálum þar sem útivera er mikil. Nafn og uppruni: Rakel Jakobina Jónsdóttir, Reykvíkingur. Aldur: 25 ára. Braut: Garðplöntubraut. Af hverju ákvaðst þú að fara í Garðyrkjuskólann? Vegna þess að ég hef lengi haft áhuga á gróðri og þá aðallega trjám og runnum. Mig langaði að læra bæði um fjölgun og svo alla um- hirðu, þannig að garðplöntubraut varð fyrir valinu. Verknámsstaður: Fossvogsstöðin í Reykjavik. Hverjir eru helstu kostir skól- ans? Námið er mjög víðtækt og yfirleitt farið ýtarlega í það. Við lærum ekki bara um plöntur og ræktun heldur líka t.d. vinnuvist- fræði. Farið er í lærdómsríkar námsferðir og svo er félagsand- inn í skólanum mjög góður. Uppáhaldsnámsgrein: Tré og runnar og trjá- og runnaklipping- ar, ásamt plöntuvernd. Drauma vinnustaðurinn að loknu námi: Draumurinn er að eiga eigin stöð og rækta ungplöntur fyrir nytjaskógana og ýmislegt fyrir mig í drauma skóginn minn. Samantekt og myndir af nemendum/MHH.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.