Bændablaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 30. september 1997 Bœndablaðið 11 Upplýsingaskrifstofa norska landbúnaðarins hefur lagt sérstaka áherslu á skólana síðustu fimm ár. Norski epla- dagurinn er nú árviss viðburður, þá er dreift ókeypis norskum eplum í öllum grunn- skólum landsins. Þettaer framkvæmt þannig að hver skóli fær sérstakan seðil, þar sem tilgreindur er fjöldi nemenda og starfsmanna viðkomandi skóla. Seðlinum er síðan framvísað hjá einhveijum ávaxtaheildsalanna sem afhendir eplin og sendir Upplýsingaskrifstofunni reiloiinginn. Sérstaklega áhugavert fannst mér verkefni sem miðar að því að nemendur í grunnskólum geti keypt áskrift að grænmeti og ávöxtum. Um er að ræða sameiginlegt áhugamál "Manneldisráðs" og framleiðenda þessara vöruflokka. í fyrrahaust hófst þetta sem tilraunaverkefni í öllum skólum í einni ákveðinni sýslu en nú er stefnt að því að það nái einnig til Oslóar-svæðisins (ca 80.000 böm). Útfærslan er þannig að á hverjum degi fær áskrifandinn/nemandinn eina einingu (eina gulrót, eitt epli, einn banana eða ....). Ákveðinn starfsmaður eða eldri nemendur sjá um afhendinguna. Allir heildsalar vinna saman að þessu verkefni en Upplýsingaskrifstofan stýrir því. Ég grennslaðist sérstaklega fyrir um þetta verkefni og varð þess var að bjartsýni ríkir um áframhaldandi þróun þess. Ráðinn hefur verið sérstakur starfsmaður hjá Upplýsingaskrifstofunni sem á eingöngu að annast það. Mikill velvilji ríkir meðal skólamanna og stjórrtmálamanna vegna jákvæðra áhrifa sem vænst er í neyslumunstrinu í nútíð og framtíð. Verðið verður í lágmarki, þó þannig að enginn tapi beinlínis á verkefhinu. Helstu vandamál hafa verið rusl (eplakjamar, bananahýði) og nauðsyn þess að skræla geymslugulrætur. Rætt er um að leysa þau með því að setja upp rusladalla og að sérstakir milliliðir komi að verkefninu sem meðhöndh grænmetis- og ávaxtaeiningamar þannig að þær séu tilbúnar til átu (skoU, skeri í sundur ....). Mér finnst að við hér á Islandi ættum að byija sem fyrst með svona átak, t.d. með tilraunaverkefhi í einum gmnnskóla á Reykjavíkursvæðinu og einum úti á landi. Kostnaður A fundinum kom berlega í ljós að norskir grænmetis- og ávaxtaframleiðendur gera sér grein fyrir mikilvægi þess starfs sem „Upplýsingaskrifstofa grænmetis og ávaxta“ vinnur. Til að kosta framangreind verkefni hefur Upplýsingaskrifstofan 160 miUjónir, auk 10 miUjóna sem em sérmerktar skólaverkefninu og 15 milljónir til kartöfluverkefnisins. AUs gera þetta 185 milljónir og við bætist það fjármagn sem heildsalar veija til markaðs- og auglýsingamála. Þá fer í þetta í heild hálfur milljarður íslenskra króna. Til viðmiðunar fengust þær upplýsingar að þessi geiri norsks landbúnaðar veltir ca 60 miUjörðum íslenskra króna og taldi fyrirlesarinn að það hlutfall sem varið er til markaðs- og auglýsingamála sé allt of lágt ef miðað er við það sem „alvöm“ fyrirtæki nota í þennan málaflokk og hvatti hann til þess að framlög yrðu aukin svo um munaði. Fjármögnun Upplýsingaskrifstofan fær alla fjármuni frá ríkinu, bæði í gegnum landbúnaðarsamninginn (=“jordbmksavtalen“) og eftir öðmm leiðum. Til að auka fjárhagslegt bolmagn skrifstofunnar var bent á þijár leiðir, þ.e. að skattleggja framleiðendur í þessu skyni, selja heildsölum auglýsingaefni með þeirra eigin vömmerkjum og með því að leggja markaðsgjald á innflutning. Rökin fyrir því síðasmefnda em þau að innflytjendur njóti söluaukningarinnar og því sé óeðhlegt að þeir „ferðist ókeypis“ eins og nú er. Innlent/innflutt? Kannað hefur verið hvort norskir neytendur vilji ffemur norska landbúnaðarvöm en innflutta. Niðurstaðan er jákvæð ef norska varan er ekki meira en 10% dýrari. Þessi velvilji er einkum bundinn við ferskt grænmeti, mjólkurís og osta. Ef norska varan er ekki meira en 10% dýrari þá velja neytendur norska vöm vegna almennra gæða, vegna minni hættu á aukaefnum, vegna betra eftirlits, vegna bragðgæða og vegna þess að framleiðslan er í sæmilegri sátt við náttúmna. Með hUðsjón af ofangreindu leggja Norðmenn áherslu á að auka gæðin (sérstaklega á dýrari vömtegundum), einnig að bjóða fleiri gæðaflokka á mismunandi verði hjá sömu tegund. Matur 25% af eyðslu heimilanna Lækkun verðs er auðvitað erfiðasta viðfangsefnið og þá er haldið fram að afkoma framleiðenda sé í hættu. Bent er á að matvælaverð sé í sögulegu lágmarki í Noregi miðað við aðrar neysluvörur - og að aðeins fari 25% af launum Norðmannsins í mat - á meðan t.d. Grikkinn þarf að nota 40%. Það að neytandinn hafi valmöguleika er mjög mikilvægt, ekki aðeins í verði heldur þarf vömþróunin að taka mið af þessu, t.d. þvegið, óþvegið, hálfsoðið o.s.frv. Umbúðimar þurfa að miða að því að einingamar passi fyrir eina máltíð. Samvinna er nauðsynleg til að ná þessum markmiðum, t.d. sameiginlegar pökkunarstöðvar en vandamál í því efni em sérmerkingar einstakra heildsala. í lok erindisins varaði fyrirlesarinn við því að spilla matargleði fólks. Árangur næðist ekki með hótunum á borð við:, jif þú borðar ekki gulrætumar þínar, þá færðu kannski krabba eftir 30 ár“. Matargleði og grænmeti ættu hins vegar vel saman og það ætti að nýta. Ráðstefna um neyslu grœnmetis í Noregi. Þriðja grein Sigurðar Þráinssonar. Að þessu sinni fjallar hann um skólamáltíðir. lUýr skúgræktarráðu- nautur á Suðurlandi Brynjar Skúlason liefur verið ráðinn skógrcektarráðunautur Skógrœktar ríkisins á Suðurlandi. Hann tók við starfinu 15. september af Birni B. Jónssyni, sem hefur verið ráðinn fram- kvœmdastjóri Suðurlandsskóga. Brynjar hefur starfað þrjú síðustu árin sem skógrœktarráðunautur á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri. Brynjar er skógfrœð- ingur frá landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi. Fyrsta verkefni Brynjars á Suðurlandi verður að vinna að áœtlunargerð fyrir Suð- urlandsskóga og Skógrœkt ríkisins og sinna ýmiss konar frœðslu- málum. FLUGNABANINN Höfum flugubana í úrvali á mjög góðu vetrarverði. Nú er rétti tíminn til að fjárfesta í flugnabana því vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið flugnabanana á mjög hagstæðu vetrarverði. Auðvelt í uppsetningu, einfalt að þrífa og flugurnar einfaldlega safnast dauðar í bakka undir grillinu. Flugurnar springa ekki og festast ekki við grindina. Pósthólf 10181 -130 Reykjavik Símar: 587 3831 - 896 0024 - 897 0024 Símbréf: 587 3831 - E-mail:fagrab@mmedia.is Hefur þú íhugað kosti lífrænnar matvælaframleiðslu? Lífrænar afurðir njóta sívaxandi vinsælda um allan heim, einnig á Islandi. Bændur og fyrirtæki, hafið samband við TÚN sem veitir aðstoð og upplýsingar um framlc iðslu Kfrænna afurða. Gæðaþjónusta á góðum kjörum Vottun lífrænna afurða TÚN hefur gefið út handbók sem fjallar um úttekt og vottun í öllum greinum landbúnaðar og matvælavinnslu. Fagmennska í fyrirrúmi TUN er meölimur í IFOAM Alþjódasamtökum lífrænna landbúnaðarhreyfinga VOTTUNARSTOFAN Sími og fax: 487 1389

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.