Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 1
Við setningu Búnaðarþings veitti Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra, ábúendum jarðanna Hríshóls í Eyjafjarðarsveit og Reykja í Mosfellsbæ landbúnaðarverðlaunin 1999. Hjónunum sem nú búa á Hríshóli, þeim Bylgju Sveinbjörnsdóttur og Sigurgeiri Hreinssyni eru veitt landbúnaðarverðlaun 1999 fyrir myndarskap í búskap, frumkvæði á fleiri sviðum og farsæla félagsmálaþátttöku. Þeim hjónum á Reykjum, Málfríði Bjarnadóttur og Jóni M. Guðmundssyni eru veitt landbúnaðarverðlaun 1999 fyrir að hafa búið um langt skeið myndarlegum frumherjabúskap, fyrir foringjastörf Jóns í félags- málum nýrrar og vaxandi búgreinar og síðast en ekki síst fyrir að þau hafa haldið uppi reisn bænda og búskapar í jaðri ört vaxandi þéttbýlis, og ætíð verið virtir og góðir tengiliðir gróinnar sveitamenningar, og nýmenningar í þéttbýli. F.v. Jón, Málfríður, Sigurgeir og Bylgja. Sjá nánar á bls. 5. LoOdýra bændur meO Samband íslenskra loð- dýrabænda og Eggert feld- skeri stóðu á laugardaginn fyrir sýningu á skinnum og loðfeldum á Hótel Sögu. Um 600 skinn í helstu litar- flokkkum sem íslenskir loð- dýrabændur framleiða voru sýnd og verðlaun voru veitt fyrir skinnin og verkunina. Myndin af unga fólkinu var tekin á sýningunni en nánar verður fjallað um hana í næsta blaði. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, við setningu Búnaðarþings SKAPA ÞARF NÝ OG ARBBÆR SnORF Í UUUSBYGGfllNNI Búnaðarþing var sett síðastliðinn sunnudag. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, setti þingið og Guðmundur Bjarnason, land- búnaðarráðherra og Jón Helgason, fyrrverandi formaður Búnaðar- félags íslands fluttu ávörp. Matthías Johannessen, skáld, flutti hátíðarræðu og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps söng. Landbúnað- arráðherra veitti landbúnaðarverðlaun og er það í þriðja sinn sem hann veitir bændum slíkar viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Aætlað er að Búnaðarþingi ljúki á laugardaginn. Byggðamál og skipulag félags- samtaka bænda verða að lfldndum fyrirferðarmest á þinginu. Starfs- hópur á vegum landbúnaðarráð- herra vinnur nú að endurskoðun búvörulaga með tilliti til flutnings verkefna frá Framleiðsluráði land- búnaðarins til Bændasamtaka ís- lands og stefnt er að því að kynna Búnaðarþingi tillögur hópsins. Skýrsla nefndar um stefnumörkun og starfsemi BÍ með tilliti til þessa verkefnaflutnings verður einnig lögð fyrir þingið. Þá er gert ráð fyrir umfjöllun um byggðamál þar sem meðal annars verður tekið á jöfnun námskostnaðar og aðstöðu- mun með tilliti til framfærslu- kostnaðar hvers konar. Drög að samningi Bændasam- taka íslands við rflcisvaldið, þeim fyrsta sem gerður verður sam- kvæmt búnaðarlögum frá síðasta vori, voru lögð fyrir þingið í gær. Þá liggja fyrir ýmis frumvörp sem eru til meðferðar á Alþingi m.a. um búnaðarfræðslu og skógrækt. Meðal annarra mála sem tekin verða til umfjöllunar eru ýmis kjaramál bænda, lífeyrismál, menntunarmál og atvinnuréttindi. I ræðu sinni við setningu bún- aðarþings ræddi Ari Teitsson m.a. um orsakir búferlaflutninga og sagði tekjumöguleika og félagslega þjónustu ráða mestu um þá. „Auknir tekjumögleikar á lands- byggðinni hljóta ... að felast í ijölgun starfa sem gefa viðunandi laun. Þar hefur ekki síst verið horft til þess að flytja ýmsa þjónustu af höfuðborgarsvæðinu. Fleira þarf til að koma. Eigi að ná markmiðum um breytta byggðaþróun verður að skapa ný arðbær störf á lands- byggðinni með sem mesta tengingu við staðhætti og möguleika hvers svæðis. Til þess þarf fjármagn sem eðlilegt er að taka að hluta af því 6 milljarða króna árlegu framlagi sem landbúnaðurinn, og þar með lands- byggðin, hefur orðið af á síðasta áratug.“ Ari gerði að umtalsefni skýrslu nefndar er bar saman lífskjör bænda og annarra stétta. Þar kom fram að á árinu 1996 báru bændur að jafnaði úr býtum nálægt helming þeirra tekna sem stéttir, sem vinna sambærileg störf varðandi ábyrgð viðveru og fæmi, hafa. „Frá 1996 hafa almenn laun hækkað um nálægt 15% samkvæmt launavísi- tölu og þótt afkoman hafi batnað í mörgum greinum landbúnaðar er sá bati ekki annar né meiri en sá sem aðrar stéttir hafa náð. Þar við bætist svo að á síðustu mánuðum em að koma fram hækkanir á ýmissi þjónustu við landbúnaðinn sem bóndinn á erfítt með að mæta með hækkun afurðaverðs og þyngja því reksturinn. Við slíkar aðstæður er ekki að búast við mikilli endur- nýjun í bændastétt né að hún nái að vera sá homsteinn bygggðar sem vert væri. Bændur hljóta að spyrja hvað valdi því að vinna búvöm- framleiðandans sé verðlögð svo miklu lægra en vinna annarra þjóð- félagsþegna." Sjá nánar á bls. 5 ErfiOleikar með Intereet Margir íbúar í dreifbýli landsins hafa kvartað undan því að eiga í erfiðleikum með að tengjast Internetinu ef þeim þá tekst það á annað borð. Forsvarsmenn fjarnámsins í Bændaskólanum á Hvanneyri hafa haft áhyggjur af þessu. Ólafur Þ. Stephensen, for- stöðumaður upplýsinga- og kynn- ingarmála hjá Landssíma Islands, segir að þar sem heimasíður inni- haldi meira myndefni en áður verði þær þungar ef notandinn eru ekki með ISDN tengingu en slík tenging margfaldar flutningsgetu símalínunnar. Þetta vandamál sé líka til staðar sums staðar í þétt- býli þar sem símalínur séu orðnar gamlar ekki síður en í dreifbýli. „Almenna reglan er þó sú að hægt er að veita ISDN þjónustu í 6 km fjarlægð frá símstöð. Þetta þýðir að um 97% íslendinga eiga kost á ISDN þjónustu. Það eru fyrst og fremst afskekktir bæir til sveita sem geta ekki fengið slíka teng- ingu,“ segir hann. Ólafur segir mikinn kostnað geta hlotist af því að koma einum aðila í ISDN samband. Ef aðstæður séu mjög óhagstæðar geti kostn- aðurinn hlaupið á milljónum eða jafnvel tugum milljóna. „Við vinn- um í þessum hlutum smátt og smátt en það er ekki hægt að lofa öllum ISDN tengingu strax eða fljótlega vegna þessa kostnaðar. Það er því miður ekki hægt að útiloka að biðin gæti jafnvel verið nokkur ár. Við höfum gripið til aðgerða þar sem þörfin hefur verið brýnust, t.d. vegna stofnana í Reykholti í Borgarfirði fyrir skömmu.“ Ólafur segir að á nokkrum stöðum séu símah'nur orðnar gamlar og þar af leiðandi sé flutn- ingsgeta þeirra ekki eins mikil og nýrri símah'na. „Almennt eiga menn þó að geta verið í tölvupóst- sambandi og netsambandi nema að þeir séu tengdir við mjög lélega línu. Það tekur hins vegar oft langan tíma að hlaða inn efhi af veraldarvefnum fyrir þá sem ekki eru með ISDN.“ Ólafur segir að stöðugt sé verið að vinna að endumýjun á símalínum en slíkt taki tíma. Um fjamámið á Hvanneyri segir Ólafur að ágæt ISDN tenging sé þaðan. „Vandamálið er hins vegar að hluti markhópsins tilheyrir þessum 3% sem ekki geta fengið ISDN tengingu. Hjá þeim er mjög erfitt að ná í efhi af vefnum en hins vegar eiga þeir að geta verið í tölvupóstsambandi," segir Ólafur. Landbúnaðarsýning á næsta ári? Á fundi stjómar Osta- og Smjörsölunnar í liðnum mánuði var ákveðið að beina þeim ein- dregnu tilmælum til landbúnað- arráðuneytisins og Bændasam- taka íslands, að haldin verði vegleg landbúnaðarsýning á árinu 2000, þar sem landbúnað- urinn í sinni fjölbreyttustu mynd yrði kynntur. Alllangt er síðan íandbúnaðarsýning hefur verið haldin og taldi stjómarfundur OSS fulla þörf á viðburði af þessu tagi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.